Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Side 33

Frjáls verslun - 01.10.2007, Side 33
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 33 n æ r m y n d a f á s g e i r i m a r g e i r s s y n i Lengi vel ætlaði ég að verða verkfræðingur eins og Ásgeir, en á menntaskólaárunum áttaði ég mig á að hæfileikar okkar liggja ekki á sama sviði. Engu að síður hef ég oft leitað til hans með ráðleggingar varðandi mín störf og alltaf kemur hann með gagnleg svör. Hann er sérlega snjall í að setja sig inn í aðstæður annarra og finnst einkar skemmtilegt að ráða fram úr flóknum verkefnum eða eins og hann segir oft sjálfur: „Það eru engin vandamál, bara verkefni.“ Þar af leiðandi er hann sjálfkjörinn forystumaður og tekur gjarnan að sér að stjórna. Loks er Ásgeir mikill fjölskyldumaður og ákaflega traustur í öllum samskiptum, hvort heldur er í einkalífi eða viðskiptum. Einnig er hann sérlega greiðvikinn og kemur alveg hreint ótrúlega miklu í verk. Ég myndi segja að hann sé lifandi dæmi um frasa sem oft er notaður hérna vestanhafs: „if you need something done, get a busy person to do it!““ Skúli Waldorff, starfsmannastjóri Orkuveitunnar: á fáa sína líka Við Ásgeir erum fyrrum samstarfsfélagar hjá Orkuveitunni og í hnotskurn myndi ég segja að hann sé úrvalsmaður sem á fáa sína líka. Hann er gáfaður og nýtast gáfur hans vel því hann er heiðarlegur og hreinskilinn. Auk þess er hann fljótur að átta sig og taka ákvarðanir. Hann hikar ekki við að taka á erfiðum málum af heilindum og festu og hefur mannskilning sem gefur honum innsýn í tilfinningar og aðstæður fólks. Þá er hann líka sjarmör sem ávinnur sér traust hvert sem hann fer og allir þessir eiginleikar nýtast honum vel jafnt heima sem á erlendri grund. Það er alltaf jafn gaman að hitta Ásgeir þó að það sé nokkuð sjaldan eftir að hann hélt til annarra starfa. Háskóla Reykjavíkur, Einari nýstúdent, sem er í heimsreisu um þessar mundir, og Ólafi, 15 ára. Félagsmálafrömuður Ásgeir segist vera útivistarfrík sem hafi áhuga á landinu og þekki það býsna vel. Hann fer í gönguferðir, fjallgöngur og jeppaferðir og þá hefur áhugi á hestamennsku farið vaxandi í fjölskyldunni. Fjölskyldan er með hesthús í Hafnarfirði og aðsetur austur í sveit og stundar hrossarækt í smáum stíl. Þá hefur Ásgeir starfað mikið í félagsmálum allt frá því á menntaskólaárunum, hann sat í stjórn Íslendingafélagsins í Lundi, hefur unnið talsvert fyrir Landssamband hestamanna, sat í nokkur ár í stjórn Ferðafélags Íslands og ritnefnd Eiðfaxa, tímarits hestamanna. Þá var Ásgeir í skíðadeild ungmennafélags Keflavíkur og á þeim árum sem feðgarnir stunduðu tennis var hann formaður tennisdeildar Badmintonfélags Hafnarfjarðar. Í dag er Ásgeir formaður Jarðhitafélag Íslands og segir að maður sé jú manns gaman og samskipti við fólk gefi lífinu gildi. Þá hafi sér lánast í gegnum starfsferil sinn að eiga í samskiptum og vinna með framsæknu fólki með opinn hug. Ásgeir segir starfið hjá Geysi Green sé mótunarstarf þar sem byrjað sé á upphafsreit að skilgreina fyrirtækið og markaðsstefnuna, setja markmið og keppast við að ná þeim.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.