Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 40
undanfarin ár hafa íslensk fyrirtæki náð góðum árangri í yfirtökum á erlendum fyrirtækjum. Samhliða þessari þróun hafa sprottið upp íslenskir fjárfestingarsjóðir sem hafa það að aðalmarkmiði að kaupa erlend hlutafélög. Rekstur þessara sjóða hefur gengið mjög vel enda þótt núna séu nokkrar blikur á lofti. Yfirtökur íslenskra fyrirtækja hafa hins vegar ekki alltaf verið jafn árangursríkar og nú. Í upphafi tíunda áratugarins stóðu íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í fjárfestingum erlendis sem voru síður en svo arðbærar. Í bók Þórs Sigfússonar1 um Landnám íslenskra fyrirtækja kemur fram að á þessum tíma hafi Íslendingar átt um 20 skráð fyrirtæki í Rússlandi og voru stóru fisksölufyrirtækin þar fyrirferðarmest. Næstum öll þessi verkefni lognuðust út af með einum eða öðrum hætti og Þór telur að tapið hafi numið 2 til 3 milljörðum króna, varlega áætlað. Núverandi útrás íslenskra fyrirtækja er mjög ólík af ýmsum ástæðum. Sjávarútvegsfyrirtækin fjárfestu gjarnan í áhættusömum verkefnum í vanþróuðum löndum, en sjónir íslenskra fyrirtækja beinast nú að erlendum fyrirtækjum í góðum rekstri á þróuðum mörkuðum. Þá hefur reynsla og þekking á erlendum mörkuðum aukist á undanförnum áratug. Síðast en ekki síst eru ytri skilyrði talsvert ólík. Á fyrstu fimm árum níunda áratugarins var vaxtastig nokkuð hátt og evrópsk hlutabréf hækkuðu um 60%. Undanfarin fimm ár hafa vextir hins vegar verið í sögulegu lágmarki og evrópsk hlutabréf hækkað um tæp 120%. Það hefur því verið mun hagstæðara að taka lán til kaupa á erlendum fyrirtækjum. Í ljósi ólíkra ytri aðstæðna kunna sumir að spyrja sig hvort íslenskir fjárfestar hafi hin síðari ár verið klókari við að velja fyrirtæki til að kaupa eða hvort þeir hafi einfaldlega sýnt dug og þor á meðan aðstæður voru hagstæðar. Það gefur auga leið að sá sem gengur harðast fram í því að taka lán og kaupa eignir Kári Sigurðsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og hagfræðingur hjá Barclays Global Investors í London, veltir því fyrir sér hvort íslenskir fjárfestar séu of bjartsýnir á árangur af erlendum yfirtökum. Eða hvort þeir séu svona klókir að finna yfirtökutækifæri. Þeir binda miklar vonir við yfirtökur – ólíkt því sem þekkist erlendis. Er verið að spila á kennitölur fyrirtækjanna? s t j ó r n u n texti: kári sigurðsson Greinarhöfundur Kári Sigurðsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. ERu ÍSlEnSkiR FjÁRFEStAR OF BjARtSýniR? 40 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 PISTILL: s s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.