Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 42

Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 Þ að sem gerir Jack Canfield svo sérstakan að mínu mati er að hann hefur einstakan hæfileika til að ná til fólks. Hann er einn allra fremstur á sviði árangurs-þjálfunar í dag og hann hefur sjálfur notað þau meðul sem hann predikar til að komast þangað sem hann er,“ segir Kristján Viðar Haraldsson, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins New Vision, sem stendur fyrir komu Canfields til Íslands. Kristján Viðar er mörgum að góðu kunnur sem lagahöf- undur, söngvari og forsvarsmaður hljómsveitarinnar Greifanna en hann hefur komið víðar við, þjálfar meðal annars landslið Íslands í borðtennis og er með BA-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Lokaritgerð hans í sálfræðinni fjallaði um íþróttasál- fræði. Árangurssálfræði jack Canfields „Ég hef mjög lengi haft áhuga á árangurssálfræði í ætt við þá sem Jack Canfield kennir,“ segir Kristján Viðar. „Í raun finnst mér að þessi fræði, sem og sjálfsstyrking ýmiss konar, ætti hrein- lega að vera hluti af námsskrá grunnskólanna,“ segir hann og bætir því við að í Kaliforníu hafi yfirvöld til að mynda leitað til Canfields eftir aðstoð við að leiða sjálfsstyrkingu inn í skóla- kerfið. Jack Canfield fæddist ekki með silfurskeið í munninum. Hann ólst upp í venjulegri fjölskyldu í lægri miðstétt í Banda- ríkjunum, eins og hann orðar það sjálfur í myndbandi sínu um The Success Principles. Foreldrar hans voru alkóhólistar, faðirinn ofbeldisgjarn og þau skildu þegar Jack var mjög Jack Canfi­eld hefur slegið heimsmet Stephen Kings í fjölda bóka á metsölu­ lista New York Times. Hann er núna einn allra eftirsóttasti fyrirlesari heims um stjórnun. Kristján Viðar Haraldsson, framkvæmdastjóri New Vision, er að fá Canfield til landsins og verður hann í Háskólabíói 2. febrúar næstkomandi. s t j ó r n u n texti: helga dís sigurðardóttir • Myndir: geir ólafsson o. fl. jACk CAnFiEld ER Á lEið­inni Jack Canfield er metsöluhöfundur um bækur sem snúa að stjórnun og velgegni í lífinu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.