Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 43
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 43 ungur. Frá 6 ára aldri átti hann stjúpföður sem var vinnualki og langtímum í burtu. Hann segist hafa þurft að temja sér mikla næmni á manneskjur til að geta komist áfram við þessar aðstæður. Með BA-gráðu frá Harvad-háskóla Canfield er með BA-gráðu í sálfræði frá Harvard-háskóla og meistaragráðu í kennslufræði frá Amherst-háskóla í Massachusetts. Hann vann lengi við kennslu og kenndi meðal annars sjálfs- styrkingu. Hann var vanur að segja nemendum sínum sannar dæmisögur sem hann taldi geta veitt þeim inn- blástur og dag einn spurði kona nokkur sem var nemandi hans hvar hún gæti nálgast sögu sem hann hafði nýlokið við að segja. Hann sagðist ekki vita til þess að það væri hægt, en hún sagði þá að það væri synd þar sem dóttir hennar þyrfti að fá að heyra hana. Þetta varð til þess að Canfield fór að safna dæmisögum sínum saman í bók og gaf, ásamt Mark Victor Hansen, að lokum út bókina Súpa fyrir sálina árið 1993. Þess má geta að bókin kom út í íslenskri þýðingu árið 1996 og naut nokkurra vinsælda en er nú ófáanleg. Það var ekki heiglum hent að fá einhvern til að gefa bókina út en þegar hún sló loks í gegn var það svo um munaði. Bókin var sú fyrsta í bókaflokki sem nú spannar tugi bóka, auk þess sem Súpa fyrir sálina er nú orðið að vörumerki sem nær yfir alls kyns vörur, svo sem kveðju- kort, púsluspil, tímarit, gæludýrafóður og svo mætti lengi telja. Kristján Viðar rakst fyrst á Canfield þegar hann sá upprunalegu útgáfu kvik- myndarinnar The Secret, fljótlega eftir að hún kom út. „Ég fór á heimasíðuna og fór að kynna mér fólkið sem fram kom í myndinni og úr þeim fríða hópi fannst mér Canfield stærsta nafnið. Í kjölfarið sá ég myndband þar sem Can- field hélt fyrirlestur fyrir hóp fólks og fannst hann hrikalega góður.“ s t j ó r n u n jACk CAnFiEld ER Á lEið­inni Kristján Viðar Haraldsson, fram­ kvæmdastjóri New Vision, er að fá Jack Canfield til landsins. Hann fékk upplýsingar og ráð sem hann taldi þús- unda dollara virði og það var einfaldlega af því að hann bar sig eftir því.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.