Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Síða 49

Frjáls verslun - 01.10.2007, Síða 49
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 49 með okkur inn í fyrirtækið og síðan þá hefur gengið mjög vel að fjármagna reksturinn.“ Sú grein sem ORF Líftækni starfar í nefnist sameindaræktun og segir Björn að á annan tug fyrirtækja í heiminum öllum vinni á þessu sviði. „Við erum með stærsta sameindaræktunarfyrirtækið í Evrópu og sennilega á meðal fimm til tíu stærstu fyrirtækjanna þegar allt er talið. Ef hins vegar er litið á fjölda próteina þá erum við langstærstir. Flest fyrirtæki eru ekki með nema 10 til 15 prótein en við erum með tæplega 100.“ Einstök lyf geta selst fyrir milljarða dollara á ári Sem fyrr segir stendur ORF Líftækni nú á tímamótum og Björn segir að hvað varðar hin sérvirku prótein, vaxtarþættina, séu það þrír markaðir sem horft sé til. „Í fyrsta lagi er það rannsóknamarkaðurinn sem við erum að fara inn á. Síðan höfum við áhuga á að fara inn á annan vaxandi markað en það er snyrtivörumarkaðurinn. Þá á ég fyrst og fremst við snyrti- eða húðvörur sem innihalda virk efni, sem komið hafa í ljós við læknisrannsóknir, og geta t.d. dregið úr öldrun húðarinnar og lagfært skemmdir á húðinni sem orðið hafa vegna útfjólublárrar geislunar sólarinnar. Þetta er ört vaxandi markaður sem við munum skoða mjög vel. Loks má nefna þriðja kostinn en það er að fara með einhverja af vaxtarþáttunum inn í lyfjaþróun. Við erum búnir að stíga fyrsta skrefið á þeirri leið með samstarfssamningnum við Sinopharm. Þetta er miklu flóknara, dýrara og erfiðara ferli en það að komast inn á rannsókna- og snyrtivörumarkaðinn, en um leið getur ávinningurinn orðið margfalt meiri ef vel tekst til.“ Björn segir ennfremur að ORF Líftækni sé með ákveðna vaxtarþætti í huga hvað varðar samstarfið við kínverska fyrirtækið. Samkomulagið gangi út á að farið sé með þessa vaxtarþætti, eða hin virku efni, í gegnum lyfjaþróun í Kína. Kínverska fyrirtækið muni hafa umsjón með því starfi, finna aðila til að sjá um lyfjaþróunina og sjá um sölu og markaðssetningu á lyfjunum á innanlandsmarkaði. ORF Líftækni muni hins vegar eignast þau lyf sem lyfjaþróunin muni hugsanlega skila og geti því í framtíðinni hvort tveggja, selt lyfin á markaði í Kína eða hvar sem er í heiminum. „Val okkar var það að eignast lyfin. Áhætta okkar er fyrir vikið miklu meiri en ella. En þetta er áhættuiðnaður og mat okkar var einfaldlega það að við ættum að stíga skrefið til fulls og hafa þar með alla þræði málsins á eigin hendi. Við lítum á þetta verkefni sem mjög mikilvægan prófstein fyrir okkur og okkar vöru, hvort hún standist þær kröfur sem gerðar eru í lyfjaiðnaðnum. Það er mikið í húfi því ég held að ég fari rétt með það að markaðurinn fyrir vaxtarþætti sé í dag að velta yfir milljarð dollara á ári. Á þessum markaði eru m.a. svokölluð „blockbuster“ lyf, það eru lyf sem slegið hafa í gegn á markaði og náð milljarða dollara sölu. Próteinlyf eru gríðarlega dýr og það er oft sagt að hár framleiðslukostnaður hamli notkun þeirra. Það er a.m.k. farið mjög spart með þau. Kosturinn við okkar framleiðsluferli er hins vegar sá að kostnaðurinn er mun lægri en í öðrum kerfum. Þá er það ótvíræður kostur að svokölluð uppskölun í framleiðslu er mjög auðveld í okkar kerfi. Ef það vantar meira þá ræktum við einfaldlega meira. Við höfum einnig aðgang að ódýrri orku og við nýtum þann kost við rekstur gróðurhússins í Grindavík. Einnig hefur kosti að stunda starfsemina hér á landi því að ýmiss konar sjúkdómar og pestir, sem herja á korn og annan gróður, eru o r f l í f t æ k n i „Fyrir tveimur árum fengum við svo nýja og mjög sterka fjárfesta með okkur inn í fyrirtækið og síðan þá hefur gengið mjög vel að fjármagna reksturinn.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.