Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 miklu minni hér en almennt gerist. Þetta er hins vegar töluvert vandamál víða erlendis þar sem s.s. sveppir, skordýr og veirusýkingar gera ræktendum oft lífið leitt. Einnig má nefna að við kynnum okkar framleiðslu sem „biorisk free“ en með því er m.a. átt við að þar sem sérvirku próteinin okkar eru ekki framleidd með bakteríum, eins og algengast er, þá er styrkur svokallaðra endótoxína nánast ekki mælanlegur. Endótoxín eru aukaafurð sem verður til í framleiðslu á sérvirkum próteinum í bakteríum og við getum stutt það vísindalegum rökum að í okkar afurðum er 100 til 1000 sinnum minna af þessum óæskilegu aukaefnum. Við erum sömuleiðis með mjög lága prótesavirkni en þetta eru ensím sem geta brotið prótein niður. Því eru líkurnar á því að próteinið okkar skemmist mun minni en hjá samkeppnisaðilunum. Loks má svo geta þess að ofnæmisvirknin eða hitamyndunarvirknin er miklu lægri hjá okkur.“ Fyrsta lyfið verður fyrir krabbameinssjúklinga Að sögn Björns er nú þegar búið að ákveða hvaða lyf verður fyrst farið með í þróun í Kína. Fræðiheiti þess er granulocyte colony-stimulating factor. Í dag er á markaði lyf með sambærilega verkun sem heitir Filgrastim en það er þekkt hérlendis undir heitinu Neupogen. o r f l í f t æ k n i SÖGuLeG STuNd Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni, og Yin Xiaohong frá Sinopharm handsöluðu samninginn í Kína. Í aftari röð eru Júlíus Kristinsson, stjórnarformaður ORF, Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra í Kína, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, og fulltrúar Sinopharm. Það vakti athygli allra sem hlustuðu á forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, flytja ávarp við undirskrift ORF Líftækni við kínverska lyfjarisann Sinopharm í Kína nýlega hvað hann var ótrúlega hástemmdur um þetta lítt þekkta íslenska líftæknifyrirtæki. Það duldist engum að þetta fyrirtæki er í miklu uppáhaldi hjá forsetanum. Hann sagði í ræðu sinni að það vekti hjá honum mikla ánægju og væri honum sérlega mikils virði að fyrirtæki sem væri sprottið upp úr menntun og rannsóknum háskólaumhverfisins væri að taka svo stórt skref í Kína. Hann hefði ætíð lagt áherslu á mikilvægi menntunar, rannsókna og þekkingar í útrásinni. Samningurinn við Sinopharm, stærsta lyfjafyrirtækis í Kína, er um samstarf í þróun, framleiðslu og sölu á líftæknilyfjum. ORF Líftækni hefur þróað aðferð til að framleiða sérvirk prótein í lyfjaþróun og lyfjagerð á mun öruggari og ódýrari hátt en áður hefur þekkst. Forsetinn hældi þeim í hástert „Við vonumst til að öðlast dýrmæta reynslu í kína og að út úr því verkefni komi lyf sem virki ekki verr en þau sem fyrir eru á markaði, séu mun ódýrari og uppfylli ströngustu gæðastaðla.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.