Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 51

Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 51
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 51 Lyfið er m.a. notað til krabbameinslækninga, annað hvort á meðan sjúklingar eru í meðferð eða í kjölfar hennar, einnig fyrir eldra fólk með lélegt ónæmiskerfi og það hefur verið gefið eyðnisjúklingum. Með því er hægt að stuðla að fjölgun hvítra blóðkorna sem fækkar oft stórlega í krabbameinsmeðferðinni. Filgrastim/Neupogen er, að sögn Björns, selt fyrir um fjóra milljarða bandaríkjadala á ári þannig að ljóst má vera að eftir verulegum fjármunum er að slægjast á þessu sviði ef vel tekst til. Þess má og geta að ORF Líftækni er tilbúin með nokkra aðra vaxtarþætti sem nota má til lyfjaþróunar á næstunni. - Hvað með önnur markaðssvæði en Kína? „Við höfum ekki borið niður með lyfjaþáttinn annars staðar en í Kína fram að þessu en því er ekki að leyna að við horfum til þess að geta framleitt önnur próteinlyf fyrir markaðinn á Vesturlöndum og þá ekki síst svokölluð frumlyf sem ekki hafa verið framleidd eða notuð áður. Áður en að því kemur þurfum við að sýna fram á að við getum gert þetta, þannig að stóru lyfjafyrirtækin öðlist tiltrú á okkur. Við vonumst til að öðlast dýrmæta reynslu í Kína og að út úr því verkefni komi lyf sem virki ekki verr en þau sem fyrir eru á markaði, séu mun ódýrari og að uppfylli ströngustu gæðastaðla. Núna erum við að undirbúa fyrstu tilraunirnar og erum reyndar byrjaðir á nokkrum þáttum þeirra. Vonandi tekst okkur að ljúka þessu fyrsta skrefi á næsta ári. Ef allt gengur að óskum ættum við að geta hafið annan áfanga þessa ferlis á næsta ári og lokið honum árið 2009. Þá gæti næsti þáttur lyfjaþróunarinnar hafist. Lyfjaþróun tekur jafnan langan tíma en þar sem umrætt prótein er vel þekkt þá ætti þetta starf að ganga hraðar fyrir sig en ella,“ segir Björn. Hann upplýsir að væntanlega muni líða a.m.k. fjögur til sex ár þar til umrætt lyf verði tilbúið til sölu. Forsendan fyrir því er eftir sem áður sú að það standist ströngustu prófanir. Framleiðsla á iðnaðarpróteinum álitlegur kostur - Hvað með aðrar afurðir eða markaði? „Þessir þrír markaðir, sem ég gat um hér að framan, eru þeir sem við leggjum aðaláhersluna á núna. Við erum reiðubúnir að hefja sölu á próteinum eða vaxtarþáttum fyrir rannsókna- og þróunarmarkaðinn og það tæki okkur mun skemmri tíma að komast inn á snyrtivörumarkaðinn en að komast inn á lyfjamarkaðinn. Að auki höfum við mikinn áhuga á að hefja framleiðslu á iðnaðarpróteinum. Ef við færum þá leið myndum við fara í útiræktun á byggi í stórum stíl þar sem ekki er hægt að framleiða allt sem við þurfum í gróðurhúsum. Þetta er langtímaverkefni en við höfum verið að prófa okkur áfram undanfarin ár og álítum möguleikana góða,“ segir Björn, ekki þarf að fínhreinsa iðnaðarpróteinin eins mikið og prótein sem fara í lyf eða snyrtivörur. Iðnaðarprótein koma mikið við sögu í hinum margvíslegasta iðnrekstri í heiminum, má þar nefna prótein sem notuð eru í pappírsiðnaði, til að bleikja gallabuxur, búa til sápur og osta.“ o r f l í f t æ k n i Um ORF Líftækni ORF Líftækni hf. var stofnað í árslok 2000 af vísindamönnunum Birni Lárusi Örvar, Einari Mäntylä og Júlíusi B. Kristinssyni. Nú starfa hjá fyrirtækinu 19 manns. Í ársbyrjun 2007 flutti fyrirtækið í nýjar höfuðstöðvar, í Líftæknihúsið að Keldnaholti í Reykjavík. Þar fer fram öll vinna við tækniþróun og hreinsun fyrstu afurða fyrirtækisins, ISOkine™, sem unnar eru úr fræjum byggplantna. Auk þess hefur fyrirtækið starfrækt gróðurhús að Reykjum í Ölfusi og á þessu ári var tekið í notkun fullkomið hátæknigróðurhús, Græna Smiðjan, sem staðsett er skammt frá Grindavík. Öll framleiðsla ISOkine™ vaxtarþátta fer fram í Grænu Smiðjunni. Allt framleiðsluferlið byggir á mikilli sjálfvirkni. Öllum aðstæðum í gróðurhúsinu er stýrt af iðntölvum en ræktun plantnanna fer fram í vatnsrækt á færiböndum. Auk framleiðslu ISOkine™ vaxtarþátta er hafinn undirbúningur að því að Græna Smiðjan uppfylli kröfur um framleiðslu próteina fyrir lyfjaþróun og lyfjagerð. Sú framleiðsla mun fara fram í hluta hússins. Í Grindavík er nægan jarðvarma að fá og rafmagn til lýsingar og stækkunarmöguleikar miklir. Græna Smiðjan í Grindavík getur því orðið aðsetur framtíðarlyfjaframleiðslu fyrir heimsmarkað á próteinlyfjum framleiddum í Orfeus™ kerfinu. ISOkine vaxtarþættir Fyrstu afurðir fyrirtækisins eru vaxtarþættir (growth factors/cytokines) sem framleiddir eru undir vörumerkinu ISOkine™. Heitið hefur tilvísun í fræðiheiti vaxtarþáttanna (cytokine) og einsleitni afurða og gæðastjórnun. ISOkine™ vaxtarþættir eru notaðir við líf- og læknisfræðirannsóknir þar sem aflað er grunnþekkingar á boðskiptum fruma, sérhæfingu þeirra og hagnýtingu til lyfjarannsókna og lækningameðferða. Helstu notendur ISOkine™ vaxtarþátta um allan heim eru því rannsóknahópar innan háskóla, rannsóknastofnana, lyfjaþróunar- aðila og líftæknifyrirtækja sem stunda rannsóknir er byggja á frumulíffræði. Brösulega hefur gengið að framleiða marga vaxtarþætti í hinum hefðbundnu kerfum sem hefur leitt til mjög hás verðs. ORF hefur nú þegar hátt í eitthundrað ISOkine™ afurðir á mismunandi stigum framleiðslu og fer þeim fjölgandi. (Upplýsingar af heimasíðu fyrirtækisins).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.