Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 52

Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 A llir vita hver Bill Gates og Warren Buffett eru, en mexíkóski auðkýfingurinn Carlos Slim Helù er ekki mikið gefinn fyrir að spjalla við fjölmiðla. Því spurðu margir hver hann væri þessi Slim, eins og hann kallast í heimalandinu, þegar tímaritið Forbes reiknaði út síðsumars að auðæfi hans hefðu skotið honum úr þriðja sæti Forbes-listans og upp í fyrsta sætið. Auðmannalistinn kemur út einu sinni á ári svo Slim er opinberlega ekki kominn í efsta sæti Forbes-listans en allar líkur á að hann tróni á toppnum á næsta ári. Það er gamaldags rekstur eins og verslanir og svo símafélög sem mynda auðinn – og svo reyndar flestar aðrar atvinnugreinar: hinn 67 ára Slim er þvílíkur jöfur að auðlegð hans er talin jafnast á við auðæfi níu auðugustu landa hans sem næstir koma. Mexíkóbúar, sem eiga meira en til hnífs og skeiðar, þurfa ekki að skipta við önnur fyrirtæki en í eigu Slims frá vöggu til grafar. Sumir tala því orðið um Mexíkó sem Slimland. Orðið „samkeppni“ er ekki ofarlega í orðaforða Slims yfir lykilhugtök viðskiptanna og það er einmitt einokunartilhneigingin í viðskiptaveldi hans sem vekur gagnrýni. Í ár lýsti hann því yfir að líkt og Gates og Buffett ætlaði hann að stofna góðgerðarfélag en þær raddir heyrast að viðskiptavinum hans kæmi betur lægra verð vöru og þjónustu í geirum þar sem fyrirtæki Slims hafa undirtökin. Í skýrslu Alþjóðabankans kemur fram að ýmis símagjöld eru hvergi hærri en í Mexíkó. Á lista Transparency International samtakanna, sem fylgjast með spillingu um gjörvalla heimsbyggðina, er Mexíkó í 70. sæti spillingarlistans þar sem Ísland og Finnland deila fyrsta sætinu sem fyrirmyndarlönd án spillingar. Samband Slims við leiðandi stjórnmálamenn hefur yfirleitt verið fjarska náið – og þau sambönd, að viðbættu annáluðu talnaskyni, á efalaust ríkan þátt í viðskiptavelgengni hans. Braskað frá blautu barnsbeini Slim er einn af þessum umsvifamönnum sem byrjuðu að braska á barnsaldri. Faðir hans, Youssef Salim, var ættaður frá Líbanon en fluttist til Mexíkó upp úr aldamótunum eins og fleiri landar hans, breytti nafni sínu í Julián Slim og hóf verslunarrekstur sem þróaðist yfir í önnur viðskipti. Slim ólst því upp í kaupmannsanda. Faðirinn lét hann meðal annars halda bókhald yfir vasapeningana og Slim hefur gömlu bókhaldsbækurnar enn á skrifstofu sinni. Slim lagði stund á verkfræði en kenndi stærðfræði með náminu þó hann skorti ekki fé. Þegar á táningsárunum var hann farinn að kaupa og selja hlutabréf og að námi loknu setti hann á laggirnar hlutabréfafyrirtæki. Þegar hann kvæntist 26 ára gamall var hann þegar orðinn milljónamæringur. Eiginkonuna, Soumaya Domit Gemayel, sótti hann heim í gamla ættlandið. Gemayel-nafnið er þekkt í 20. aldar sögu Líbanons og hún er af ættum líbanskra stjórnmálamanna og leiðtoga. Eigin eignum safnaði Slim í eignahaldsfélagið Grupo p i s t i l l s i g r ú n a r d a v í ð s d ó t t u r texti: sigrún davíðsdóttir • Mynd: corbis Carlos Slim hefur verið kallaður óþekktasti auðkýfingur heims og þó er hann orðinn ríkasti maður veraldar – en uppgangur hans tengist einkavæðingu Mexíkó sem minnir á einkavæðingu og ólígarkaauð Austur-Evrópu. CARLOS SLIM, óÞEKKtI AUðKýFINGURINN: RíkAStI mAðUR veRALdAR

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.