Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 72

Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 72
Lífsstíll 72 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 kvikmyndir: hiLmar karLsson og Match Point leit dagsins ljós, sannarlega góður fengur fyrir aðdáendur meistarans. Héldu nú flestir að Allen væri aftur búinn að finna fjölina sína, en eitthvað skrikaði honum fótur í næstu mynd sinni, Scoop. Og þrátt fyrir að Scarlett væri aftur til staðar þótti sú kvikmynd mun síðri en Match Point. Kannski var stærstu mistök Allens að hann setti sig eina ferðina enn í stórt hlutverk, sem hann gerði ekki í Match Point. Breskir stórleikarar Cassandra’s Dream er þriðja kvikmyndin sem Woody Allen gerir í London og á hún það sameiginlegt með Match Point að um léttleikandi sakamálamynd er að ræða og að Allen leikur ekki í henni. Allen hefur aldrei átt í vandræðum með að fá þá leikara sem eru efstir á óskalistanum hjá honum og tveir af stærstu leikurum Breta í dag, Colin Farrell og Ewan McGregor tóku vel í áskorun hans um að leika tvo bræður sem komnir eru út á ystu nöf. Allen hvílir Scarlett Johansson að þessu sinni og velur unga, lítt þekkta breska leikkonu, Hayley Atwell, til að leika á móti Farrell og McGregor. Atwell útskrifaðist frá Guildhall School of Music and Drama 2005 og fékk hér óskabyrjun á ferli sínum. Í kjölfarið var hún ráðin til að leika á móti Keira Knightley og Ralph Fiennes í The Duchess sem frumsýnd verður á næsta ári. Woody Allen og draumur Colin Farrell og Ewan McGregor leika bræðurna Ian og Terry sem gengur erfiðlega að rata rétta leið til betra lífernis. Woody Allen eru mislagðar hendur, hörðustu aðdáendur hans geta ekki neitað því að nokkrir gæðaflokkar eru á milli bestu og verstu kvikmynda hans. Svo er annað mál að ekki eru allir sammála um hverjar eru bestu myndir Allens og hverjar eru þær verstu. Flestir eru sammála um að eftir að hann sendi frá sér hina frábæru Sweet and Lowdown (1999), þá lá leiðin niður á við í fjögur ár. Á þessum árum sendi hann frá sér fimm kvikmyndir, Small Time Crooks (2000), The Curse of the Jade Scorpion (2001), Hollywood Ending (2002), Anything Else (2003) og Melinda and Melinda (2004), sem voru hver annarri verri, sumar nánast óþolandi. Woody Allen fann greinilega fyrir því að eitthvað var ekki í lagi og að hann þyrfti að gera róttækar breytingar ef hann ætti að eiga sér viðreisnar von. Hann yfirgaf því sína heittelskuðu New York, þar sem hann býr og leikur djass á klarinettið sitt þegar hann er ekki að gera kvikmyndir, og hélt til London. Þegar þarna var komið hafði Woody Allen leikstýrt 35 kvikmyndum og nánast allar gerðar í New York þannig að þetta var stór ákvörðun fyrir hann. Allen tók með sér annan New York búa, Scarlett Johansson, fann neistann á ný Þriðja kvikmyndin sem Woody Allen gerir í London er eingöngu með breskum leikurum og þar eru fremstir í flokki Colin Farrell og Ewan McGregor. Woody Allen við tökur á Cassandra’s Dream, sem hann leikstýrir og skrifar handritið. Hayley Atwell er ung leikkona sem fær stóra tækifærið í Cassandra’s Dream.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.