Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 73

Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 73
Lífsstíll F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 73 Woody Allen og draumur Cassandra’s Dream fjallar um bræðurna Ian og Terry, sem ekkert gengur hjá. Þeir hafa löngum verið öfugum megin við lögin, en vilja reyna að komast á réttan kjöl. Þeir kynnast ungri leikkonu, Angelu, sem hefur mikinn metnað og notfærir sér það vald sem hún nær yfir bræðrunum. Ástandið hjá þeim batnar ekki heldur fer allt versta veg. Og þegar Terry lendir í spilaskuld við glæpaforingja, sem á það til að brjóta hnéskeljarnar á þeim sem skulda honum pening, virðast öll sund lokuð. Þegar vonleysið er algjört birtist skuggalegur frændi þeirra (Tom Wilkinson) sem segir að allar fjárhagsáhyggjur þeirra bræðra verði að engu ef þeir aðeins drepi viðskiptafélaga hans... Barcelona næst Ekki er aðeins einvalalið breskra leikara sem er Allen innan handar í Cassandra’s Dream. Hann er með hinn ágæta kvikmyndatökumann Vilmos Zsigmond bak við kvikmyndavélina og Philip Glass semur tónlistina, tveir meistarar á sínu sviði. Allen skrifar að sjálfsögðu handritið og eins og oft áður var ekki alltaf farið eftir því sem þar stóð, en Allen er fljótur að vinna og upptökur á myndum hans taka yfirleitt ekki meira en rúman mánuð. Colin Farrell sagði í viðtali að sá tími sem fór í öll atriði sem hann lék í hafi tekið jafn langan tíma og eitt atriði í Miami Vice. Cassandra’s Dream var fyrst sýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust þar sem hún hlaut ágætar viðtökur, þykir nokkuð vel heppnuð en ekki eins góð og Match Point, sumir voru hrifnari en aðrir eins og vera ber þegar um kvikmyndir Woody Allens er að ræða, en allir voru sammála um að Colin Farrell og Ewan McGregor hafi sjaldan verið betri. Cassandra’s Dream verður frumsýnd 4. janúar í Banda- ríkjunum, en ekki komin dagsetning hér á landi. Eins og oftast áður þegar ný kvikmynd eftir Woody Allen er frumsýnd, er hann þegar langt kominn með aðra. Eftir að hafa verið í London í rúm tvö ár flutti hann sig um set til Barcelona þar sem tökum er nú lokið á Victoria Christina Barcelona. Hann er aftur kominn með uppáhaldsleikkonu sína um þessar mundir, Scarlett Johansson, í aðalhlut- verkið og tvær spænskar kvikmyndastjörnur, Penelope Cruz og Javier Bardem, eru einnig í stórum hlutverkum. Woody Allen leikur ekki í myndinni og ætli hann hafi nokkurn tíma leikstýrt tveimur kvikmyndum í röð án þess að leika stórt hlutverk sjálfur. Batnandi mönnum er best að lifa. Cassöndru Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs, fann einu sinni uppskrift í tímaritinu Veggfóður sem henni leist vel á. Hún breytti henni örlítið og bætti rabarbara í uppskriftina. „Í sumar, þegar rabarbarinn var eldrauður í garðinum mínum, gerði ég hvern rabarbararéttinn á fætur öðrum og þessi stóð upp úr hjá öllum í fjölskyldunni.“ Þetta ku vera frábær eftirréttur með kaffinu. Rabarbaraeftirréttur í glasi: 200 g jarðarber (allt í lagi að nota frosin) 200 g rabarbari (á veturna er hægt að kaupa frosinn rabarbara en á sumrin er gott að nota hann beint úr garðinum) 100 g sykur Jarðarber og smátt brytjaður rabarbarinn soðinn í potti í 20 mínútur. Kælt. 250 g mascarpone ostur 250 ml þeyttur rjómi, 1 dl sýrður rjómi 150 g sykur 1 vanillustöng Öllu blandað saman í hrærivél eða matvinnsluvél. Gætið þess að hræra ekki of mikið og setjið þeytta rjómann síðast út í blönduna. Makkarónukökur Makkarónukökurnar eru settar í botn á litlu glasi, grauturinn settur ofan á og síðast kremið. Ef glösin eru há og mjó má setja annað lag af graut og kremi. Varist að nota of stór glös því að þetta er saðsamt og best er að hafa skammtinn hæfilega stóran - þannig að mann langi í meira! Sælkeri mánaðarins: RABARBARI Í AðAlHlUTVERKI Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.