Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 77

Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 77
Lífsstíll F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 77 hætt er við að framsætisfarþegi reki sig í hann óvart eða leggi ofan á hann með óheppilegum afleiðingum. Rými Ágætlega fer um ökumann og framsætisfarþega sem sitja frekar innarlega í bílnum. Miðjustokkurinn er þó fremur fyrirferðarmikill með nokkuð þvera brún og getur orðið þreytandi fyrir hnéð á bensínfætinum til lengdar. Rými í aftursæti er viðunandi fyrir tvo þó axlabönd séu þar fyrir þrjá. Skrýtið í svona vönduðum bíl að bakhalli á aftursætum skuli ekki vera stillanlegur. Fótarými aftur í dugar en ekki meira en það. Farangursrými er prýðilegt og fullvaxið varadekk þar undir. Hanskahólfið er fremur lítið. Nóg er um dósahöldur bæði fyrir fram- og aftursæti og vasar aftan á sætum. Smáskúffur eru hér og hvar og hólf innan á hurðum. Ekki skúffa undir farþegasæti sem hefði þó verið vel þegin. Aksturseiginleikar 160 ha dísilvélin skilar góðri vinnslu í upptakti og millihröðun. Bíllinn fer sérlega vel á vegi og er stöðugur. Verulegur hluti af reynsluakstrinum núna fór fram í hálku og jafnvel mikilli hálku en bíllinn aðeins á heilsársdekkjum (M+S, 17 tommu) – að vísu nýjum, en reyndist lygilega stöðugur og – jah, getur maður sagt „fótviss“ um bíl? Svipað er að segja um hemlun bílsins, hún er sérlega virk og þó mjúk og virkar líka á niðurgírun í gírkassa. Afar traustvekjandi. Fjöðrun er góð, þó frekar snögg á litlum hraða. Með þennan drifbúnað og veghæð eins og var á gamla Land Rover í árdaga hefur bíllinn töluverða jeppaeiginleika þó einhverjir kynnu að sakna lága drifsins. Þetta er skemmtilegur bíll í akstri. Kostir / ókostir + Vinnsla, viðbragð. + Stöðugleiki í akstri. + Vel búinn. + Virkar drifstillingar – Eys upp á sig að aftan – Skarpar brúnir á miðjustokk við hné. – Ekki stillanlegur bakhalli á aftursæti – Sviss og start/stop ekki í sama handtaki. Verð/virði Land Rover Freelander kostar kr. 4.540.000. Miðað við hve vandaður bíllinn virðist vera og vel búinn, með aflmikla vél, fullkominn drifbúnað, allskonar rafeindabúnaði og skinnklædd sæti, er það líklega ekki til að nöldra yfir. Vísitölufjölskyldan ætti að vera vel sett með þennan bíl og hann er ákjósanlegur kostur sem annar bíll fyrir þá sem þurfa eða vilja eiga aðalbíl með meira fólksrými, en hafa jafnframt fjallafar innan seilingar. SHH Innstig/útstig úr aftursæti er auðvelt, en rými þar ekki nema rétt í meðallagi. Þó – framsætið er stillt við hæfi skrifara sem hér hefur fært sig í aftursætið og kemur þó hnefa milli hnés og sætisbaks. Ónegld heilsársdekk Goodyear – á þessum dekkjum var Freelanderinn mjög stöðugur og „fótviss“ á slóðum þar sem aðrir bílar voru að gista skurði helgina sem prófunin fór fram. Einn af kostum Freelander er sá að hurðir lokast ofan yfir sílsa þannig að ekki er hætta á að óhreinka sig á innstigi/útstigi þó að bíllinn sé óhreinn. Útlit afturendans á Freelander hefur heppnast sérlega vel. En óneitanlega eys hann dálítið upp á sig að aftan þegar ekið er í bleytu eða ryki.Hér er allt við höndina og aðgengilegt. Miðjustokkurinn er þó fullbreiður efst með brúnir sem geta orðið hné ökumanns óþægilegar til lengdar. – Framrúðusyllan hægra megin er ansi mikið flæmi og hefði farið vel á að brjóta sléttan flötinn þar upp með smámunabakka eða öðru slíku. – Takið eftir opinu þar sem sígarettukveikjarinn á að vera, aðeins til hægri aftur af skiptistönginni.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.