Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 81

Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 81
Fólk F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 81 ÞÓRA BRAGADÓTTIR framkvæmdastjóri Beitis F yrirtækið Beitir er staðsett í Vogum á Vatnsleysuströnd. Beitir smíðar tæki úr ryðfríu stáli fyrir fisk vinnslu- og matvælaiðnað og er þekkt fyrir framleiðslu á beitningartrektum, línuspilum og beitu- skurðarhnífum. Einnig má nefna færi bönd, fiskþvottakör og ýmsan annan búnað fyrir frystihús, skip og matvælafyrirtæki sem fyrirtækið framleiðir. Beitir er fjölskyldufyrirtæki og er fram- kvæmdastjóri Þóra Bragadóttir: „Ég og eiginmaður minn, Hafsteinn Ólafsson, stofn uðum fyrirtækið 1988 og vorum fyrst með það í bílskúrnum heima hjá okkur í Vogum. Bílskúrinn var stór og dugði okkur til aldamótanna, en þá hafði starfsemin aukist mikið og við fluttum í stærra húsnæði og nú starfa sex manns við fyrirtækið. Mitt starf er að vera í öllu sem viðkemur skrifstofuhaldi, þ.e. tilboðsgerð, launareikningum, toll skýrslugerð, bókhaldi og öðru sem þessu fylgir. Það er einnig mitt starf að hafa samskipti við erlenda viðskiptaaðila, en við seljum m.a. til Noregs, Grænlands og Færeyjar. Á Nýfundnalandi var einnig markaður sem við sinntum en þar hefur verið frekar rólegt undanfarin ár. Ég get ekki sagt að við höfum lagt þunga áherslu á erlendan markað hingað til, einbeitt okkur að íslenskum markaði, en það er aldrei að vita nema breyting verði á í framtíðinni. Við fyljumst með hvað er í gangi í útlöndum og vinsum út þær sýningar sem við þurfum að fara á og höldum góð tengsl við viðskiptavini okkar hvar sem þeir eru.“ Þóra og Hafsteinn eiga fjögur börn á aldrinum 17 til 32 ára. „Hafsteinn sér um framleiðsluþáttinn í fyrirtækinu. Hann er lærður vélstjóri og hefur því þekkinguna á sjávarútveginum. Ég tók gagnfræðapróf frá Flensborg á sínum tíma og hef síðan sótt mörg námskeið til að afla mér þekkingar á því starfi sem ég gegni.“ Þegar spurt er um áhugamálin svarar Þóra: „Ég hef lengi stússast í sveitar- stjórnarmálum, var í sveitarstjórn í Vogum í tólf ár sem var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Við hjónin höfum einnig mikinn áhuga á handbolta og förum á landsleiki og deildarleiki hvenær sem tækifæri skapast. Þar sem sonur okkar er að spila með Haukum í Hafnarfirði snýst áhuginn nokkuð um gengi Hauka, einnig er ellefu ára dóttursonur okkar farinn að æfa með Haukum. Það er oft erfitt fyrir okkur að slíta í sundur vinnu og einkalíf og snúast ferðalög okkar mikið um að reyna að sameina vinnu og frí. Nú er stefnan tekin á Evrópumeistaramótið í handbolta sem fram fer í Noregi í janúar.“ Nafn: Þóra Bragadóttir. Fæðingarstaður: Hafnarfjörður, 18. september, 1953. Foreldrar: Bragi V. Björnsson og Erna Guðmundsdóttir Maki: Hafsteinn ólafsson. Börn: Hrafnhildur Ýr, 32 ára, Brynhildur Sesselía, 30 ára, Hanna Lísa, 19 ára og Jónas Bragi 17 ára. Þóra Bragadóttir: „Stefnan hjá okkur hjónum er að fara á Evrópumeistaramótið í handbolta sem fram fer í Noregi í janúar.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.