Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 9
I. TOLUBLAÐ II. ÁRGANGUR REYKJAVÍK APRÍL 1956 Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavík. Sími 1196 DAGRENNING ÞEGAR DAGRENNING nú, við upphaf annars áratugs síns, breytir um ytri búning, — leggur niður gömlu fötin, sem hún hefir klæðst í tíu ár samfleytt — á það ekki að tákna það, að hún með því vilji gefa til kynna að hún hverfi frá því höfuðhlutverki, sem hún í öndverðu var stofnuð til að gegna. Hitt er ástæðan, að hún vill í hinum ytri búningi, sýna jafnvel enn betur en áður, tengsl sín við þetta hlutverk sitt, með því að kosta nokkru til hverju sinni, að hafa á kápusíðu litprentaða mynd, sem minnir á það málefni, sem hún vill þjóna. Sem fyrstu kápumynd Dagrenningar hefi ég valið eitt stórbrotnasta mál- verk sem til er af hinum „glataða syni“. Það á bezt við, að það sé fyrsta mynd- in, sem mín hönd velur henni við þessi tímamót. Ég mun í sérstöku bréfi til kaupenda Dagrenningar gera grein fyrir því hvers vegna hætt var við að breyta broti ritsins og horfið frá ýmsu þvi, sem fyrirhugað var í sambandi við útgáfuna á síðast liðnu hausti. Skal það því ekki endurtekið hér. Það skal hins vegar tekið fram, að nú í ár er gert ráð fyrir að út komi 3 eða 4 hefti af sömu stærð og þetta. Sagan um glataða soninn á erindi til allra manna og á öllum tímum. Það er eins og hver og einn sjái þar sjálfan sig — ef ekki beinlínis í veraldlegum skilningi — þá í andlegum, því ekki er niðurlægingin minni þar, oft og einatt. Sagan um glataða soninn er aðeins í Lúkasarguðspjalli. Hún er þar með öðr- um dæmisögum, sem fjalla um leitina að hinu týnda, og gleðina sem verður þegar sá, sem týndur var, er fundinn. Þó að þessi saga ætti að vera öllum kunn, skal hún tekin hér upp, bæði vegna kápumyndarinnar og ekki síður vegna þess erindis sem hún enn á til allra. ★ ★ ★ Jesús Kristur átti oft í deilum við fræðimenn og Farísea, en það voru strangtrúarmenn, er héldu lögmál ísraels vel í flestu hinu ytra, en fordæmdu þó jafnframt „syndarana", sem brutu lögmálið daglega eða oft á dag. Þeir ávítuðu Jesú fyrir það að hann umgekkst „tolheimtumenn og bersynduga", og sögðu: „Þessi maður tekur að sér syndara og samneytir þeim“. Þá sagði hann þeim þessa sögu: „Maður nokkur átti tvo sonu. Og hinn yngri þeirra sagði við föður sinn: Faðir, gef mér þann hluta fjársins, sem kemur i minn hlut. Og hann skifti eign sinni með þeim. Og eigi mörgum dögum síðar tók yngri sonurinn allt sam- an og ferðaðist burt í fjarlægt land; og þar sóaði hann fé sínu í óhófssömum lifnaði. En er hann hafði eytt öllu, kom mikið hungur í landinu og hann tók DAGRENNÍNG 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.