Dagrenning - 01.04.1956, Qupperneq 11
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
r
SÍÐASTA
FÆÐINGARHRÍÐIN
TÍMABIL EINNAR KYNSLÓÐAR.
Eins og þeir vitaj sem lesa Dagrenningu að staðaldri, hefir verið gert
ráð fyrir því, að höfuðátökin milli „Austurs“ og „Vesturs" yrðu á tíma-
bilinu frá 1953/1954 til 1957/1958, því það tímabil svarar nákvæmlega
til tímabilsins frá 1913/1914 til 1917/18. en þá hófst með fullum krafti
niðurbrot núverandi skipulagshátta, en spádómsþýðendur gera ráð fyrir
því að þetta niðurbrot fari fram á fjörutíu ára tímabili, þ. e. á tímabili
„einnar kynslóðar“ eins og það heitir á máli Biblíunnar.
Margir gerðu ráð fyrir því, að vopnuð átök milli „hins nýja ísraels,“
þ. e. hinna vestrænu þjóða, og Gógsbandalagsins, þ. e. Soviétríkjanna og
fylgiríkja þeirra, mundu hefjast snemma á þessu tímabili, jafnvel strax
1954, en til þessa hefir Vesturveldunum tekist að afstýra slíkum átökum,
ýmist með hótunum, um að beita kjarnorkuvopnum, eða jafnvel vetnis-
sprengjum, eða með því að slá undan og þoka um set fyrir Rússum, sem
sífellt þenja út yfirráðasvæði sitt með öllum þeim ráðum sem þeim eru
tiltæk.
Engum efa er það bundið, að það er vetnissprengjan, sem til þessa hefir
komið í veg fyrir vopnuð átök stórveldanna. Bæði Rússar og Vesturveldin
ráða yfir svo öflugum vopnum, að hvorugur þorir á annan að ráðast. Þetta
þarf þó ekki að þýða það, að ekki geti þar að komið, að gripið verði til
þessara vopna, og er rétt að gera ráð fyrir því að svo geti farið, jafnvel
fyrr en varir.
Winston Churchill hélt því fram fyrir mörgum árum, að það væri atóm-
sprengjunni einni að þakka, að friður hefði haldizt með Rússum og Vestur-
veldunum til þessa.
Nerú sagði 1955, að fjórum sinnum hefði heimsstyrjöld verið afstýrt á
árinu 1954, og Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefir nýlega haldið
því fram, í blaðaviðtali, að síðan Eisenhower tók við forsetavöldum í Banda-
ríkjunum, 1953, hafi þau margoft afstýrt heimsstyrjöld sem var að því
komin að brjótast út, með því að hóta notkun kjamorkuvopna.
-----------------------------------------------
DAGRENNING 3