Dagrenning - 01.04.1956, Síða 15

Dagrenning - 01.04.1956, Síða 15
Hefir hér myndazt slík svikamylla, að ekki er annað sýnna, en að á þessum slóðum brjótist út styrjöld þegar minnst varir. Þetta er pólitík sem á við valdhafana í Kreml. Þeir róa undir alls staðar, og þykjast lítið við sögu koma, en þeir eru hér að hleypa af stað þriðju heimsstyrjöldinni með mjög svipuðum hætti og þeir hleyptu af stað styrjöldinni 1939—1945. Þá voru það Þjóðverjar, sem þeir spönuðu upp til árása á Frakkland og Bretland, en nú er það hinn arabiski heimur allur, sem þeir ætla að senda sem fyrstu herdeild gegn hinum vestrænu þjóðum. Aðferðin er of lík til þess hún fái dulist. STALÍN FYRIR BORÐ. Öflugt samband við Kína, traust samstarf við Indland, náin samvinna við Egyptaland og viðskipta og hemaðaraðstoð til annarra Arabaríkja er hinum rússnesku kommúnistum þó ekki nógur styrkur gegn hinum vestrænu þjóðum. Vestrænar þjóðir verða aldrei sigr- aðar með hernaðarstyrk utanfrá. Þeim stendur mest ógn af svikurum og níðingum heima fyrir. Þetta vita kommúnistarnir rússnesku og þess vegna hafa þeir nú breytt um stefnu enn á ný gagnvart hinum vestrænu þjóðum. Hin nýja stefna er í því fólgin, að þykjast nú vera orðnir lýðræðissinnaðri en fyr. Þetta er gert til þess, að ná sambandi við sósíaldemokratista flokka og aðra svokallaða „frjálslynda“ flokka í Vestur-Evrópu. En til þess að eitthvert mark verði á þessu tekið og nokkurs árangurs sé að vænta, verður að sýna einhver ytri merki þessarar breytingar. Og því ber ekki að neita, að það er gert. Á yfirborðinu hefir verið vikið að nokkm frá hinu skefja- lausa einræði og persónudýrkun, sem Stalin hafði komið á í Rússlandi, og stjórnarkerfið gert að einhverju leyti sveigjanlegra en áður. En þetta reyndist ekki nægilegt. Menn sáu of vel í gegnum þessar blekkingar, því í engu var aukið almennt frelsi í Rússlandi. Þá var gripið til þess ráðs að „fóma“ Stalin. Núverandi valdhafar hafa tekið afstöðu gegn stefnu hans og finna honum nú margt til foráttu. En þetta á ekki djúpar rætur heldur. Þetta er aðeins gert til þess að auðvelda kommúnistum og samherjum þeiiTa áróðurinn bæði í Þýzkalandi og á Vesturlöndum fyrir nánara sam- starfi við sósialdemokrata. Þeir munu sennilega ganga svo langt sum- staðar að bjóða að leggja niður flokka sína, gegn „sameiningu alþýð- unnar“ í einn flokk. Þessi pólitík er hin lævíslegasta, en líkleg til þess að rugla miðlungsmenn og þá sem þar em fyrir neðan að greind, og verða hættuleg tálbeita „góðum sálum“ sem lítt sjá gegnum svikavefinn. Alveg sérstaka áherzlu leggja Rússar á það, að slíta tengslin milli Vest- ur-Þýzkalands og engilsaxnesku stórveldanna. Menn hljóta að hafa veitt því athygli hve miklu minna ber nú á samstarfsvilja af hálfu Vestur-Þjóð- verja við Breta og Bandaríkjamenn en áður en Vestur-Þjóðverjar hlutu viðurkenningu þeirra, sem sjálfstætt ríki. v_________________________________________________________________________________- DAGRENNING 7

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.