Dagrenning - 01.04.1956, Page 16

Dagrenning - 01.04.1956, Page 16
---------------------------------------------------------------------------N Yel má svo fara, að Þýzkaland verði aldrei virkur meðlimur í Atlants- hafsbandalaginu, en stjórn Adenauers hverfi frá völdum fyrr en varir, og Þýzkaland sameinað undir vernd Rússa. Þetta strandar þó enn á Frökk- um, en þeir vilja heldur „hlutlaust“ og óvopnað Þýzkaland, en velvopnað Vestur-Þýzkaland, sem getur rifið sig út úr bandalagi vestrænna þjóða, livenær sem vera skal. WASHINGTONFUNDURINN. Um mánaðarmótin janúar og febrúar fór Anthony Eden með fríðu föruneyti á fund Eisenhowers Bandaríkjafor- seta til viðræðna um ágreiningsmál þessara þjóða. Þegar hafskipið „Queen Elisabet“ lagðist að bryggju í New York höfðu zíonistar safnast þar sam- an með stór spjöld sem á var letrað: „Sir Anthony: Go home!“ þ. e. Herra Anthony: Farðu heim! — Þannig voru móttökumar sem forsætisráðherra Breta fékk hjá „vinaþjóðinni" Bandaríkjamönnum. Maður getur ekki var- ist þeirri hugsun, að þar sem svona móttökuathöfn getur átt sér stað, hljóti undarlegur skyldleiki að vera með zíonistum og kommúnistum, en zíon- istarnir em aðaluppistaðan í auðvaldi Bandaríkjanna. För Edens varð líka ekki til mikils gagns. Það er talað um „Washingtonyfirlýsingu“ þeirra Edens og Eisenhowers, en fæstir munu geta gert sér grein fyrir hvað sú yfir- lýsing hefir inni að halda. Það virðist ekkert samkomulag hafa orðið um neitt ágreiningsmál þess- ara frændþjóða, og Sir Anthony fór heim jafnnær og hann kom til Washing- ton. Hann hefði getað farið að ráðum zíonistanna og snúið heim þegar í stað. Þeir vissu livað þeir sungu. Eftir Washingtonfundinn hefir enn meira los gert vart við sig í utan- ríkismálum Vesturveldanna en áður var. Frakkar em nú að taka upp sína eigin utanríkisstefnu, ef svo mætti segja, og vilja nánara samstarf við Rússa og minna samstarf við Þjóðverja, en áður. Allar líkur benda til þess að heimsókn þeirra Bulganins og Krúsieffs til Bretlands nú á næstunni geti orðið næsta örlagarík fyrir vestræna samvinnu. Hinn alþjóðlegi kapital- ismi nagar sundur böndin sem tengja vestrænar þjóðir, til hagsmuna fyrir enga aðra en kommúnistana í Kreml. Um það er samvinna, þó rif- ist sé á yfirborðinu. Margt bendir til þess, að svo kunni að fara áður en þetta ár er liðið, að Bandaríkin hafi einangrast frá mest öllu sam- starfi við Evrópuþjóðir, líkt og var fyrir síðustu styrjöld. Ekki er ósenni- legt að sósíaldemókratar og frjálslyndir flokkar nái verulegum völdum í Frakklandi, Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi í næstu kosningum. — Þeir liafa nú þegar ásamt kommúnistum ömggan meiri hluta í Frakklandi. — Júgóslavía, sem alla tíð hefir verið í þjónustu Soviétríkjanna, hefir það aðalhlutverk að sætta sósíaldemokratana á Vesturlöndum og kommúnist- ana í Rússlandi. Má þá svo fara, að öll Evrópa gangi í bandalag við Rússa, v___________________________________________________________________________- 8 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.