Dagrenning - 01.04.1956, Page 22

Dagrenning - 01.04.1956, Page 22
'------------------------------------------------------------------------N VORIÐ 1956. Komandi vor verður örlagaríkt. Þá munu gerast atburðir sem móta stefnu þjóðanna um langa framtíð. Vel má vera að þeir gerist einmitt í maímánuði. Átökin verða fyrst og fremst við Miðjarðarhafið, í sambandi við Israelsríki. Árið 1956 verður því ár mikilla og örlagaríkra ákvarðana og senni- legt er að fyrstu vopnaárekstrarnir, sem leiða til hinnar síðustu heims- styrjaldar verði einmitt nú í ár. Mistökin öll og árekstrarnir milli hinna vestrænu þjóða eru nauðsynlegur undanfari þeirrar hreinsunar, sem þarf að fara fram með þessum þjóðum, áður en þær taka að fullu og öllu við lilutverki sínu, sem „stjórnendur með Guði“. I spádómsútreikningum svarar árið 1956 til ársins 1933, þegar Hitler tóks að ná völdum í Þýzkalandi og hóf undirbúninginn að annari heims- styrjöldinni. Rússum mun á þessu ári takast að sundra allmjög vestrænum þjóðum og hefja undirbúninginn að þriðju og síðustu „fæðingarhríðinni", en að henni lokinni hefst Harmagedon þegar Drottinn gengur í dóm við þjóðimar með þeim hætti að engum misskilningi getur valdið og þá fyrst, að því loknu, er að vænta „nýs himins og nýrrar jarðar, því hið fyrra er farið.“ ★ í útvarpsfregnum var frá því skýrt nú í lok mánaðarins, að forsætis- ráðherra fsraels, Davíð Ben-Gurion, hafi tilkynnt vestrænum þjóðarleið- togum, að það gæti ekki dregist lengur en til vorsins 1956 að Arabaríkin hefji innrás í Ísraelsríki, og að fsraelsmenn hafi engin vopn, sem jafnist á við vopn þau sem Egyptar nú hafa fengið frá Sovietríkjunum og Bret- landi. Fréttaritarar þar eystra segja það álit almennings þar, að á næstu mánuðum muni brjótast út styrjöld í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. v.________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________./ 14 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.