Dagrenning - 01.04.1956, Qupperneq 24

Dagrenning - 01.04.1956, Qupperneq 24
Eitt af því, sem oss er sagt svo að kalla daglega í blöðum og útvarpi, er það, að vér megum búast við því, að öll menn- ing voira tíma þurrkist út, ef til vetnis- styrjaldar dregur milli stórvelda heims- ins — og þau segja oss einnig, að slík styrjöld geti brotist út hvenær sem vera skal. Sumir ganga svo langt að segja, að jafnvel sjálfur hnötturinn geti beðið slíkt afhroð í atóm- og vetnis-styrjöld að allt líf þurrkist út og hann verði óbyggileg- ur æðri lífverum. Þetta er auðvitað lítið rökstutt eins og flestar almennar fréttir, en þó er rétt að gera ráð fyrir því að í þessu felist nokkur sannleikur — og að vá sé fyrir dyrum, ef til slíkra atburða dregur. í ágætri bók einni stendur, að menn hugsi óvenjulega skýrt nóttina áður en fullnægja á dauðadómi yfir þeim, og er það vafalaust rétt. Vor kynslóð ætti því að reyna að hugsa skýrt nú, þar sem fullnægingu dauðadóms hennar, getur — að því er vísindin segja oss — borið að höndum svo að kalla hvenær sem vera skal úr þessu. ★ Stjórna þjóðirnar sér sjálfar? Þessi spuming virðist ýmsum e. t. v. næsta furðuleg. Hver dirfist að draga það í efa, að „frjálsar og fullvalda“ þjóðir stjórni sér ekki sjálfar? Velja þær sér ekki þingmenn, ríkisstjórnir, forseta og konunga að eigin vild? Ráða þær ekki öllum málum sínum sjálfar? Og þar sem einræði ríkir, er það ekki þar vegna þess að „fólkið" vill það, eða a. m. k. unir því? Flestir halda að þetta sé svo, og þannig lítur það út á yfirborðinu. En þegar dýpra er skyggnst kemur allt annað í ljós, svo hið rétta svar verður: Engin þjóð stjómar sér sjálfl Öllum þjóðum heimsins — stórum sem smáum — er stjómað af samsæris- samtökum, sem eru svo vel dulin, að fæstir gera sér grein fyrir þeim. Sá sem fyrstur kvað upp úr um þetta efni var ekki ómerkari maður en Disraeli, for- sætisráðherra Breta, sem segir í bók einni er hann skrifaði 1844: „Heiminum er stjórnað af allt öðrum mönnum, en þeir ímynda sér, sem ekki eru kunnugir á bakvið tjöldin." Undratækið. Það tæki, sem hinn fámenni samsæris- hópur notar til að stjórna þjóðunm með er fjármagnið. Með því að safna svo til öllu fjármagni heimsins á tiltölulega mjög fáar hendur, þ. e. í stóra banka og fjármagns fyrirtæki, og með því að skipuleggja viðskipta- og framleiðslu- kerfið, verður hver aðili svo háður fjár- magninu að hann getur sig hvergi hreyft, nema láta að vilja þeirra, sem yfir því ráða. Þetta á jafnt við um ríki, sveitar- félög og einstaklinga. Með því að gera viðeigandi fjármálalegar ráðstafanir get- ur alþjóðafjármagnið komið hvaða ríki á kné sem vera skal. Ágætt dæmi þessa eru Þýzkaland eftir fyrra stríðið og Frakkland nú, og þarf þetta ekki frekari rökræðna. Mörgum eru verkanir þessa valds ljós- ar, þótt þeir hafi ekki greinilega hug- mynd um þau samtök, sem að því standa, eða vilji ekki gera sér þess fulla grein, af einhverjum ástæðum. Þetta fyrirkomu- lag, sem er hið ráðandi vald um allan heim, hefir því á máli fræðimanna fengið sérstakt nafn. Það er á erlendum málum nefnt kapitalismi, en á íslenzku auð- vald. Það er alröng skoðun, að „auðvald" hvers lands sé „sjálfstætt", ef svo mætti segja. Ekki einusinni auðvald Banda- 16 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.