Dagrenning - 01.04.1956, Síða 25
ríkjanna fengi staðist, ef tengsl þess við
„auðvald" annarra ríkja væru rofin.
Baráttan gegn auðvaldinu.
Stjómmálastefnur ýmsar hafa komið
upp, sem hafa talið sig ætla að berjast
gegn „auðvaldinu" og afnema það, og
er sósíalisminn þeirra nærtækastur. En
þegar betur er að gætt, eiga þessar stefn-
ur ýmist upptök sín hjá „auðvaldinu"
sjálfu, vegna þess að því er nauðsynlegt
að skipta um útlit með vissu millibili, til
þess að blekkja fjöldann, og rugla fræði-
menn og stjómmálamenn, eða það legg-
ur þær undir sig með einhverjum hætti,
þegar þær eru komnar á visst stig, og
orðnar því hættulegar.
Það er höfuðvilla, að „auðvaldið" hafi
fyrst orðið til á síðari öldum. Það er
jafngamalt hinum babylonsku skipulags-
háttum, sem mannkynið hefir búið við
síðustu 4000 árin eða lengur. Það hefir
aðeins breytt um útlit, eftir því sem að-
stæður og tækni breyttist, en eðlið er
sama og áður.
Kórvillan mesta.
Það er kórvilla, að sósíalisminn eða
sérstaklega lokastig hans — kommúnism-
inn, sé höfuðandstöðustefna auðvalds-
ins. Hið rétta er, að kommúnisminn er
síðasta þróunarstig auðvaldsskipulagsins.
Þá er lokamarki hinna satanisku skipu-
lagshátta náð á jörðu hér, þegar tekist
hefir að ná á „eina hendi" öllu þjóðfé-
lagsvaldinu, eins og er takmark kom-
únismans, og gera alla jörðina að einu
„þrældómshúsi". Þegar þessu marki er
náð, eða áður en það næst að fullu —
byrjar hrun þessa „ríkis", þ. e. þessara
skipulagshátta, og þá hefst í hinu ytra
uppbygging Guðsríkis — hins þeókratiska
ríkis, sem síðar verður vikið að í grein
þessari. Spurningunni: Stjórna þjóðirn-
ar sér sjálfar? ber því að svara þannig:
Nei, þeim er öllum, undantekningar-
laust, stjómað af samsærissamtökum
þeim, sem ráða yfir fjármagni heimsins
og þau knýja með því ríkisstjórnir land-
anna til að fara að vilja sínum í öllu því
sem máli skiptir.
Lokatakmarkið.
Alger heimsyfirráð, sem byggjast á
þrælslegri hlýðni við einvalda yfir-
drottnara, er takmarkið sem stefnt er að
þó annað sé látið í veðri vaka opin-
berlega. En þetta takmark næst ekki
nema Kristindóminum verði fyrst út-
rýmt af jörðunni. Meðan Kristindómur-
inn er til, og Biblían stendur öllum opin,
næst aldrei til fulls hið sataniska loka-
takmark, því þar sem trúin á Krist er,
þar er frelsi, hverjar svo sem hinar ytri
aðstæður eru eða verða.
En útrýming Kristindómsins er ekkert
áhlaupaverk. Til þess að það megi tak-
ast þarf að sýkja hin kristnu þjóðfélög
svo að þau brotni saman innanfrá. Það
verður m. ö. o. að afkristna þau með ein-
hverjum lævísum hætti. Þetta verk fram-
kvæmir alheimssamsærið á mjög skipu-
lagsbundinn hátt. — Byrjað er á því, að
hæða og spotta kirkju og Kristindóm og
læða inn í trúarlíf þjóðanna villukenn-
ingum og ýmiskonar gervitrú, sem fólk
glæpist til að hylla, lengri eða skemmri
tíma af æfi sinni, og flestir missa við
þetta alla trúarlega fótfestu, en hrekj-
ast milli villukenninganna, eins og
stýrislaus skip á úthafsöldum, alla æfina
eftir það. Næsta stigið er útrýming allr-
ar kristindómsfræðslu úr ríkisskólunum.
sem leitast er við að gera sem heiðnasta
og andstæðasta öllu trúarlífi. Allskonar
villukenningar eru fundnar upp og kall-
DAGRENNING 17