Dagrenning - 01.04.1956, Side 26

Dagrenning - 01.04.1956, Side 26
aðar „vísindi“ og ýmiskonar niðurrifs og hártogunarstarfsemi er kölluð „rann- sóknir", en hvorttveggja er oftast nær að mestu leyti hreinn lygatilbúningur í vísindagerfi frá einhverjum háskóla eða manni með pórfessorsnafnbót. Þetta skipulagða útrýmingar og niðurrifsstarf hófst með skynsemistrúarstefnunni, hélt svo áfram með hinum „frjálslyndu" stefn- um, en tók fyrst á sig guðsafneitunar- gerfið þegar sósíalisminn kom til sög- unnar, en guðníðslan kom með kommún- ismanum, sem einnig hvað Jaetta snert- ir er lokastig hins babylonska satanisma liðinna alda. Sérskólar trúflokka. Trúarflokkar, sem ekki eru kristnir, og sem alheimssamsærið kærir sig ekki um að útrýma, hafa sérskóla fyrir böm sín, þó þau gangi einnig í ríkiskóla, og kenna þeim þar sína trúarlærdóma og erfikenningar. Fyrir sextíu árum sögðu forustumenn samsærisins: „Nú getum vér talið þann tíma í árum þar til kristinni trú verður með öllu kollvarpað. Um önnur trúar- brögð er það eitt að segja, að vér mun- um eiga í minni erfiðleikum með þau, en ekki er tímabært að ræða frekar það atriði.“ Hinar vestrænu kristnu þjóðir hafa í þessu efni verið illa á verði. Þær hafa gleypt við nýheiðninni í hvaða mynd sem hún hefr birzt, og varpað Kristin- dómi sínum fyrir borð. Afleiðingarnar eru líka augljósar: Þjóðfélögin em sund- urtætt af hverskonar glæpa, svika og lyga- starfsemi, svo að tilveru Jieirra er bein- línis ógnað innanfrá, — af þeirra eigin bömum. Það er rifist og skammast, bit- ist og barist alla daga ársins, og flokka- drættirnir og eiginhagsmunastreitan skiptir mönnum í fjandsamlega hópa, sem aldrei geta setið á sáttshöfði, og enda með því að veikja svo þjóðfélögin að þau verða auðveld bráð erlendu, heiðnu kúgunarvaldi og þá er takmarkinu náð. — Fæstir þeirra, sem ötulast vinna að þessu niðurbroti, vita hvað þeir eru að gera, þeir em blindir Jjjónar hinna illu máttarvalda, sem þarna em að verki. Sýking löggjafarinnar. Einn meginþátturinn í niðurbroti hinna kristnu skipulagshátta er að sýkja löggjöf þjóðanna, svo að jafnvel hún verði ranglát, og stuðli að eyðilegging- unni, í stað þess að tefja hana og hindra. Páll postuli skildi vel þýðingu löggjafar- innar — lögmálsins, eins og hann nefnir hana — og segir að lögin eigi að vera „tyftari vor til Krists". Það er rétt skilið hlutverk löggjafarinnar. Lögin leggja refsingu við því að aðhafast það sem er rangt og knýja menn þannig til þess að láta það ógert, sem rangt er, en gera frek- ar það sem rétt er. Þjóðir, sem búa við rangláta löggjöf, líða fljótt undir lok eftir að svo er kom- ið. Engin löggjöf er réttlát nema hún byggist á hinum tíu boðorðum Móselaga. Löggjöf, sem ekki byggir á þeim er rang- lát og veldur að lokum siðleysi og upp- lausn í þjóðfélaginu. Þannig fór fyrir fsraelsmönnum til forna. Þeir hættu að byggja löggjöf sína á Móselögum en tóku upp ýmislegt frá heiðnum þjóðum sem þeir höfðu mök við og loks sýktist allt þjóðlíf Jjeirra, og þjóðin tvístraðist. Setningar Omri. Frægastur þeirra ísraelskonunga, sem í flestu vék frá lögum Guðs og setti nýja löggjöf, sem aðeins var miðuð við stund- arhagsmuni, var Omri, faðir Akabs, sem 18 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.