Dagrenning - 01.04.1956, Síða 28

Dagrenning - 01.04.1956, Síða 28
hinnar kristnu lífsskoðunar, hins kristna lífsviðhorfs og hinnar austrænu ný- heiðni, sem nú flæðir yfir þjóðlöndin. Það er barátta „lambsins“ við „drek- ann,“ sem þarna er fram að fara. Og „drekinn" — þ. e. hið heiðna vald — hefir nú þegar lagt undir sig svo að kalla allan heiminn, nema hinar vestrænu þjóðir. Og nú er röðin komin að þeim. í fylkingarbrjósti hins heiðna valds er „Höfðinginn yfir Rós, Mesek og Túbal“ — þ. e. Sóvietríkin. Þau hafa nú andlega — og að nokkru einnig efnahagslega, for- ustu fyrir um það bil tvöþúsund milljón- um manna, en hinar vestrænu þjóðir sem gegn þeim standa eru ekki nema um þrjúhundruð milljónir (Indland og Ar- abalöndin eru þá talin undir forustu Rússa enda eru þau það senn, þó menn reyni að blekkja sig enn um stund til að trúa öðru). Enginn má því láta blekkjast af því, að það skifti í heildinni nokkru máli, hver hinna borgaralegu flokka fer með völd. Það getur skipt einhverju fyrir hin- ar ýmsu stéttir, en fyrir heildina skiftir það engu. En þetta er sú blekking sem flestir eru lengi að losa sig við og skal engum láð það, því það þarf mikla fyrir- höfn og mikinn vilja til þess að grafa svo djúpt í þessum efnum, að greina megi glögglega hina margslungnu þræði þessa örlagaþrungna harmleiks. Hvaðan kemur viðnámið? Á miðöldum var það hin kristna kirkja sem viðnámið veitti gegn útþenslu heiðn- innar. Og hún gerði meira en veita við- námið. Hún barðist með sverð í hendi á öllum sviðum gegn hinu heiðna valdi þeirra tíma, og færði út yfirráðasvæði sitt og þeirra þjóðhöfðingja sem lutu hennar valdi. En nú er kirkjan ekki lengur þess megnug að veita þetta við- nám, því það verður ekki veitt nema með valdi, eins og á miðöldum. Kirkjan — katólska kirkjan — hélt því fram þá, að hún væri „hinn andlegi ísrael“, sem tekið hefði við fyrirheitum Biblíunnar urn að stofna Guðsríki á jörðunni. Hún boðaði því öllum trú á Krist og skírði alla til nafns hans, sem hún náði til, bæði með illu og góðu. Og hvað sem annars má segja nú um kirkjuna og hennar „kristindóm" er það víst, að í starfi henn- ar tóku þátt margir hinna mætustu manna sem uppi hafa verið. Menn sem trúðu einlæglega á Krist og létu lífið heldur en að víkja frá þeirri sannfæringu sinni. Þessum mönnum fylgdi kraftur kristninnar, þó yfirstjórn hinnar katólsku kirkju væri langt frá því að vera kristin nema að nafninu til. Höfuðvillukenning kirkjunnar er sú, að hún sé „andlegur ísrael", og því arf- taki þeirra fyrfrheita, sem Biblían segir að ísraelsþjóðinni væru gefin af sjálfum Guði ísraels. Löngu áður en nokkur kirkja var til höfðu spámenn ísraels sagt fyrir um ör- lög þjóðar sinnar. Þeir höfðu sagt að henni mundi „tvístrað“ verða „meðal þjóðanna," en Guð mundi aftur safna henni saman og flytja hana til lands þar sem hún gæti dvalið örugg. „Og ég mun fá lýð mínum ísrael stað og gróðursetja hann þar, svo að hann geti búið á sínum stað, og geti verið öruggur úr því, og til þess að níðingar þjái hann ekki framar eins og áður.“ Og þessi nýi staður er ekki Gyðingaland heldur er hann á „f jar- lægum eylöndum.“ Þar mun ísrael „hvíl- ast“ og þar mun Drottinn gefa þjóð sinni „nýtt hjarta" og leggja henni „nýjan anda í brjóst." Þessi fyrirheit eiga ekki við neina 20 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.