Dagrenning - 01.04.1956, Síða 32

Dagrenning - 01.04.1956, Síða 32
Félagsmál öll verða þar með mikið öðrum hætti en í nútíma lýðræðisþjóð- félagi. í lýðræðisþjóðfélagi miða flest samtök að því að brjóta þjóðfélögin nið- ur. Þau eru kröfusamtök og eiginhags- munasamtök ákveðinna hópa. í þeó- kratísku þjóðfélagi verða flest slíkra félaga óþörf, en þau félög sem þar verða mest áberandi verða félög, sem hafa það markmið að jafna deilur manna, bæta kjör manna án þess að skaða þjóðfélagið, efla samstarf einstaklinganna og stétta, ög umfram allt, félög sem stefna að efl- ingu trúar og siðgæðis meðal þegnanna. Löggjafarvaklið verður hjá fulltrúum sem kjörnir eru á löggjafarþing, eftir viss- um reglum, og þangað verður enginn kjörgengur nema hann uppfylli viss sið- ferðileg skilyrði og trygging sé fyrir þekk- ingu hans á hinum guðlegu lögmálum sem löggjafinn má ekki brjóta. Lagasetn- ing verður öll að vera hin vandaðasta og ávalt um það spurt þegar lög eru sett, hvort þau séu réttlát og samrýmist hin- um helgu boðúm Guðs. Dómsvaldið verður hjá dómendum og dómum þeirra verður ekki breytt af öðru valdi. „Dómendur og tilsjónarmenn skalt þú skipa í öllum borgum þínum, þeim er Drottinn, Guð þinn, gefur þér, eftir ætt- kvíslum þínum og þeir skulu dæma lýð- inn réttlátum dómi.“ Framkvæmdavaldið verður hjá kon- ungi eða forseta sem þjóðin kýs sér sjálf og hlutverk hans er að sjá um að löggjöf- in og framkvæmd hennar, svo og aðrar stjórnarathafnir, séu innan hinna óskerð- anlegu, guðlegu vébanda. Þjóðliöfðing- inn á að hafa mikið vald. Hann á að vera af þjóðinni sjálfri. — „Mann af bræðrum þínum skalt þú taka til konungs yfir þig; eigi mátt þú setja útlendan mann yfir þig, þann sem eigi er bróðir þinn“, — og hann á að gæta þess vandlega að „lög Guðs“ séu haldin í ríki hans. Eins og sjá má af því, sem nú hefur verið sagt er demókratíið — lýðræðis- skipulagið — sniðið á ytra borðinu all- mjög eftir hinu þeókratiska skipulagi Biblíunnar. En „innihald" þess, ef svo mætti segja, er allt annað. Innihald hins þeókratiska skipulags er óumbreyti- legt lögmál Guðs, en innihald hins demókratiska skipulags er „mannasetn- ingar“, sem sífelt eru að breytast, og þess vegna eru öll lýðræðisformin svo ólík hvert öðru í hinum ýmsu löndum. Þeó- kratíið er byggt á traustum grundvelli hinna guðlegu lögmála, en demókratíið á hinum veika grundvelli mannlegrar hugsunar og villuvísinda líðandi stundar. ★ Nú er að fara fram, bæði hér á íslandi og annars staðar, niðurbrot hinna satanisku skipulagshátta, sem leiða mann- kynið lengra og lengra út í ógöngur og og vandræði, enda er takmark þeirra al- gjör tortíming jarðarinnar með öllu sem á henni er. En þar sem Kristur hefir, með komu sinni hingað til jarðar, fyrir- byggt að þessi sataniska fyrirætlan geti tekist, hefst einnig á niðurbrots tímabil- inu uppbygging framtíðarríkisins — hins þeókratiska ríkis Biblíunnar — og sú upp- bygging verður fyrst hjá ísraelslýð Guðs — hinum norrænu og engilsaxnesku þjóð- um, — og það verður hið mikla hlutskipti íslendinga að skilja þetta fyrstir allra þjóða, og haga sér samkvæmt því. Það er því mikið og veglegt hlutverk sem vor bíður, og tíminn er kominn til þess að íslenzka þjóðin fari að skilja þetta hlutverk sitt og sinna því af ráðnum huga. 24 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.