Dagrenning - 01.04.1956, Qupperneq 36

Dagrenning - 01.04.1956, Qupperneq 36
FRÁ ÚTGREFTRI í BABYEON. Útgröftur af svæðinu þar sem „forgarðurinn heilagi" var. Aðeins grunnflöturinn er nú sýnilegur. máttur. Með samfélaginu sköpuðust möguleikar til iðnaðar, og listir gátu þróast með vaxandi auði og þeim lysti- semdum, sem honum fylgdu. Fornfræð- in hefir opinberað oss, hvað „borg“ var, á þeim löngu liðnu dögum. Göturn- ar voru þröngar, bugðóttar og ekki stein- lagðar. Beggja megin voru auðir glugga- lausir veggir, eins og sjá má í mörgum borgum Araba enn þann dag í dag. Hreinlætisreglur voru ekki komnar til sögunnar, og fólki var hrúgað saman, svo að marga mundi hrylla við því nú á tímum. Öll borgin var umgirt múr úr grófum kalksteini. Margir hafa haldið að Babelsmenn hafi verið svo barnalegir, að reyna að reisa svo háan tum, að þeir gætu komist eftir honum upp í himin Guðs og flúið þannig undan öðru syndaflóði, ef það kæmi. En þessi hugmynd er ekki aðeins í ósamræmi við þann vitsmunaþroska þessara fornmanna, sem uppgröftur í Litlu Asíu hefur leitt í ljós, heldur geng- ur hann einnig í berhögg við frásögn Biblíunnar, sem hvergi minnist á þetta atriði. Turninn, sem menn þessir byrjuðu að reisa, hefir vafalaust verið „ziggurat“. Jafnvel fyrir daga Abrahams gnæfði í hverri borg hlaðin múrsteinshæð — forn- fræðingar hafa fundið margar þeirra síð- ustu árin — og á þessum hæðum liafa vafalaust verið reistar ýmsar stórar bygg- ingar. Þær voru notaðar sem musteri, kastalar og griðarstaðir. Orðin „ná til“ (himins) sem eru prentuð með skáletri í ensku Biblíunni, af því að þau eru ekki til í frumtextanum, hafa verið sett þar til þess að gera málsgreinina skiljanlega 28 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.