Dagrenning - 01.04.1956, Síða 37

Dagrenning - 01.04.1956, Síða 37
Grunnflötur Babelshorgar, sem sýnir staðsetn- ingu Babelsturns og helztu hofa annarra. enskum lesendum. En það væri nákvæm- lega jafnrétt að segja „og sé himinninn á toppi hans', í þeirri merkingu, að efsti hluti turnsins (zigguratsins) hafi verið skreyttur merkjum himinhvolfsins, þ. e. dýrahringnum. Þá er meiningin auð- skilin. Mennirnir í Babel voru ekki svo barna- legir, að þeim dytti í hug, að þeir gætu komist upp í efnishimin, þótt þeir byggðu nógu háan turn. Nei, „ziggurat" þeirra var musteri sólar- og hnattaguða. Frásögnin í 11. kap. I. Móseb. er enn ein sagan um mistök og óhlýðni mann- anna. Þeir hópuðust saman í borgir, og þegar þangað var komið, höfnuðu þeir Jehóva og tóku að tilbiðja sína eigin guði, með sínum eigin aðferðum. Og þessu hefir mannkynið haldið áfram æ síðan. Menn hafa revnt að semja sín eig- in trúarbrögð og hafnað þeirri leið, sem mörkuð er í hinni helgu bók —leið fórn- arinnar, sem benti á þá fórn, sem Guð færði með Jesú Kristi. Babelturninn endurspeglast í tugum hofa, sem grafin hafa verið upp í Austurlöndum, með öll- um sínum sauruga heiðindómi, og rúst- um þröngsetinna borga umhverfis hæð- irnar. Hin hróplega eigingirni þessara Babel- búa sannar að þeir hafa verið syndugir og óhlýðnir menn. Þeir skýra oss frá ástæðunni til þess, að þeir einbeittu sér að því að reisa þessa borg og þennan turn. Þeir vildu reisa hæsta og glæsileg- asta turn í Austurlöndum til þess „að nöfn þeirra gleymdust ekki“. Þá langaði til að þjóðirnar umhverfis þá dáðust að viti þeirra, valdi og glæsibrag, og þeir einsettu sér að óhlýðnast Guði og beita allri orku sinni til þess að ná þessu marki. Er þetta ekki ólíkt anda Biblíunnar og Kristindómsins! Míka minnir þjóð sína á, að „gánga fram í lítillæti fyrir Guði“. Og á frummálinu kemur skýrt fram, að hógværð er einkenni almáttugs Guðs. Drottinn Jesús segir: „Sælir eru hóg- værir“. Fornfræðingar vorir hafa stað- fest það sem Biblían kennir — að menn hafa verið og eru ólæknandi af eigin- girni, reyna að láta allt snúast um sjálfa sig og komast til metorða í heiminum. Þetta blasir við sjónum vorum í dag. Nú er öld sérfræðinganna! Ef vér að- eins leggjumst allir á eitt, getum vér leyst vandamálin án Guðs og opinber- unar hans. Þetta er, í raun og veru, það sem stjórnmálamenn vorir, hagfræðingar o. s. frv. segja. Sameinuðu þjóðirnar eru alþjóðlegt dæmi um þetta. Þær leita ráða og aðstoðar allra, nema Guðs. Honum er úthýst rækilega og að yfirlögðu ráði. Og afleiðingin er sú, að yfir oss vofir ringul- reið, miklu verri en sú, sem sagt er frá í Biblíunni, þegar mennimir tvístruðust í Babel. Vér þurfum að hafa það efst í DAGRENNING 29

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.