Dagrenning - 01.04.1956, Síða 39

Dagrenning - 01.04.1956, Síða 39
MÚRSTEINSHÆÐIN (THE ZIGGURAT) í ÚR í KALDEU. Hæð þessi er talin hafa verið eins og Babelsturn, nema nokkru minni. Múrsteinshæðir þess- ar voru gerðar af mannahöndum úr tígulsteinum, hertum í eldi. staður Marduks, sem samkvæmt fleyg- leturs frásögn, á að hafa fyrirskipað, að „grunnur turnsins skyldi í undirheim- um standa, en toppur hans til himins ná.“ Samskonar turnhof hafa verið grafin upp í Erech, Kish, Úr og víðar. Turnhofið í Úr hefir í þessu tilliti sérstaklega mikla þýðingu, því vitað er að það var byggt af sama manni, Úr-Nammu, sem byggði Babelsturn." „Ziggurat". Sá maður, sem mest hefir orðið ágengt í því að finna lausn þessa máls er Sir Leonard Woolley sem hefir annast út- gröft í Úr í Kaldeu (fæðingarbæ Abra- hams). Hann gróf þar upp lítt skemmda rúst eins þessa turn-hofs, sem stóð á mik- illi, velgerðri „múrsteinshæð", en hæðir þessar eru á erlendum málum nefndar ziggurat. Þar sem sléttlent er og hæðir vantar hafa menn tekið upp það ráð, sem í Mósebók segir, að gera steina af leir og herða þá í eldi. Úr steinum þessum var svo gerð allstór hæð eða lióll og musterið og turninn síðan byggt uppi á þessari tilbúnu hæð. Myndin hér að ofan sýnir þessa hæ? í Úr í Kaldeu og er ljóst af mynd inni að hæðin — sem gerð er úr hnoð uðum og brenndum leirsteini er hið mesta mannvirki. Á annarri mynd (bls. 30) er sýndur Babelsturn eins og fornfræðingar nútímans hugsa sér að hann hafi verið. Er þetta mynd, sem prófessor M'alter Andrae’s hefir gert, samkvæmt hugmyndum þeim, sem forn- fræðingar gera sér nú um turnmusteri þessi og byggja þar á þeim fornleifum sem grafnar hafa verið úr jörð í hinum DAGRENNING 31

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.