Dagrenning - 01.04.1956, Qupperneq 41

Dagrenning - 01.04.1956, Qupperneq 41
FRÁ FURÐUSTRÖNDUM. Myndi n af Seljaness-Móra ---------------------------------------------N Undir fyrirsögninni: „Frá furðnströndum“ verða framvegis birtar í Dagrenningu frásagnir af sönnum atburðum sem furðulegir þykja, og myndir, sem náðst hafa af fyrirbærum sem óskiljanieg eða litt skiljanieg eru talin, eða sjaldgæft er að takist að ná myndum af. Er þess vænst að iesendur Dagrenningar, sem slíkt eiga í fórum sín- um, eða vita um slíkar myndir eða frásagnir, láti ritstjórann vita um það, svo hann geti haft samband þar um við rétta aðila. J. G. V_____________________________________________> I. Mórar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að lengi hefir sú trú verið á íslandi, að til væru svokallaðir „mórar“, en það eru illkynjaðir fylgi-draugar manna eða ætta. í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir um fylgjur þessar: „Þessu næst munum vér telja nokkra af draugum þeim, sem fylgt hafa bæði ættum og einstökum mönnum og jafnvel bæjum eða byggðarlögum. — Þessir draugar eru aðrir kvennkyns en hinir karlkyns. Karldraugarnir voru oftast í mórauðri peysu eða mussu, með barða- stóran hatt kolllágan á höfði eða lamb- húshettu og „hengdu smala“, þ. e. stungu öllum hausnum út um hettuopið, og létu hettukollinn slúta aftur á bakið; sumir þeirra gengu og við broddstaf. — Karl- draugarnir heita allmargir Mórar, af mórauðu peysunni eða úlpunni, sem þeir eiga að vera í. Þó einnig heiti þeir ýms- um öðrum nöfnurn." í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru margir „mórar“ nefndir og sagðar af þeim ýmsar sögur. Allir eru „mórar“ þeir, sem þar er sagt frá, fylgjur manna, og allir eiga „mórarn- ir“ sammerkt í því, að þeir gert ávallt illt af sér þegar þeirra verður vart. Þeir eru því greinilega „djöfla“ættar. í öðrum þjóðsagnasöfnum er og fjöldi móra-sagna og er þetta einnig þar aðaleinkenni „mór- anna“. í þjóðsagnasafninu Rauðskinna (III. bindi) sem séra Jón Thorarensen prestur í Nessókn gefur út, er saga af einum þessara „móra“ — Seljaness-Móra á Ströndum. Þá sögu hefir skrásett Símon Jóh. Ágústsson prófessor, sem er einn af afkemendum manns þess, sem „móri“ þessi var upphaflega sendur til. Þar sem mynd sú, sem orðið hefir á- stæðan til þess að grein þessi er skrifuð, þarfnast nokkurrar sögulegrar skýringar, hefi ég fengið leyfi skrásetjara og útgef- anda sögunnar til þess að taka hana hér upp, því þar mun hún réttast sögð, enda heimildir þar þær beztu sem nú mun völ á. Fer nú sagan hér á eftir eins og hún er í Rauðskinnu III., 1949 (bls. 100). DAGRENNING 33

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.