Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 43

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 43
leitar hann undan, en Óli eltir hann upp á Tagl, en svo heitir fjallhryggurinn á milli Reykjarfjarðar og Ófeigsfjarðar. Snýr Óli þá heim aftur, og er hann kemur heim á hlað, er dagur runninn. Mætir hann í dyrunum vinnumanni sínum, Jóni Helgasyni að nafni, sem þá var að leggja af stað til að leita hans. Frá heimilisfólkinu er þetta að segja: Þegar Óli er genginn út, þagnar Ingi- björg litla, en allií falla í eins konar mók, allt þar til dagur rann. Biður þá einhver guð að hjálpa sér og spyr, hvort Óli sé ekki kominn enn. Býst þá Jón að leita hans, eins og fyrr er sagt, en mætir hús- bónda sínum í bæjardyrunum. Óli var mjög þrekaður og illa útleik- inn, en ekki vildi hann segja, hvað sig hefði tafið. Næsta dag lætur hann flytja sig út á Kúvíkur til Jóns Salomonssens faktors, vinar síns. Tekur Óli þar þunga sótt og fótarmein og lá lengi vetrar. Varð hann þó loks heill, en á fæti hans var jafnan sár síðan, er aldrei greri. Varð þetta sár loks banamein hans. En ekki leið á löngu, áður en menn urðu þess varir að bera tók á reimleik- um í Reykjarfirði. Fóru menn nú að sjá strák á stjái, í mórauðum fötum, með hattkúf á haus, og fylgdi hann Óla eða ættingjum hans. Gerði draugsi ýmsar smáglettur. Hefir hann allt af þótt mein- lítill, en hrekkjóttur og alls ekki ótuktar- legur í sér. Er hann frekar vinsæll þar vestra, eftir því sem draugar geta verið. Grímur fluttist til Seljaness, sem er næsti bær við Ófeigsfjörð, en Óli til Ófeigsf jarðar um vorið. Vegnaði Óla þar vel, og bjó hann þar lengi og var velmet- inn og gildur bóndi. í fyrstu var fátt með þeim Grími, eins og eðlilegt var, en er fram liðu stundir, urðu þeir aldavinir, enda var margt vel um báða. En eftir því, sem vinátta þeirra varð meiri, fór draugsi að gerast Grími fylgispakari. Þau urðu ævilok Gríms, að hann varð bráðkvaddur á hestbaki milli Seljaness og Ófeigsfjarð- ar. Þóttust þeir, er með honum voru, sjá drauginn skjótast að honum og taka á hálsi hans, en svo brá við, að Grímur féll af baki og var þegar örendur. Mörgum árum eftir að Óli fékk send- inguna, var hann staddur vestur á ísafirði og var að höndla í einhverri búð þar. En inni í búðinni var staddur Eyjólfur prest- ur. Vindur hann sér að Óla og spyr hann að heiti. Segir Óli þegar deili á sér. Þá snýr Eyjólfur sér undan og mælir lágt, en þó svo, að margir heyrðu: „Ekki skal mig kynja.“ Mun honum hafa litizt maðurinn vasklegur. Fyrst var draugur þessi kallaður Reykj- arfjarðar-Móri, þá Ófeigsfjarðar-Móri, síðan Seljaness-Móri, eftir að hann tók að fylgja Grími, og loks Ingólfsfjarðar- Móri, því að í Ingólfsfirði búa enn af- komendur Óla, og á draugsi helzt athvarf þar. Hefir hann gengið undir öllum þess- um nöfnum allt til þessa. Móri er nú mjög tekinn að dofna, en þó verður hans vart einstaka sinnum ennþá. Eins og áður er sagt, hefir hann verið furðanlega vel liðinn vestra; menn skoða hann, margir hverjir, næstum góð- kunningja sinn og hálfkvíða fyrir, þegar hann drepst út. Móri sýnir sjaldan af sér ótugtarskap, svo sem að leggjast á fé. En það mislíkar honum mjög, ef bornar eru brigður á, að liann sé til. Þá má búast við, að hann sanni hinum vantrúaða tilveru sína með því að gera honum einhverja grillu. — Aftur á móti hefir Móri drjúg- um skemmt mönnum með hrekkjum sínum og fyndni. Hann hefir t. d. leikið það hvað eftir annað, að láta fullorðna menn villast í albjörtu veðri, þar sem DAGRENNING 3g,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.