Dagrenning - 01.04.1956, Page 50

Dagrenning - 01.04.1956, Page 50
Nokkrir menn hafa þegar ræðst við hér í Reykjavík með það fyrir augum að koma á fót félagsskap sem ræði þjóð- félagsmál á kristilegum grundvelli og mætti slíkur félagsskapur vel verða fyrsta spor til nýrrar flokksstofnunar. Öngþveitið í stjórnmálum fer nú sívax- andi og það er engin von til þess, að nú- verandi stjórnmálaflokkar geti lagfært það, sem lagfæra þarf, vegna þess að þeir starfa allir á röngum grundvelli. Enginn þeirra gerir sér þetta ljóst vegna þess, að þeir menn, sem flokkunum stjórna, trúa og treysta á eigin mátt og megin, en ekki á Guðs hjálp og forsjá. Dagrenning mun skýra lesendum sín- um frá því, hvernig mál þessi þokast á- fram, og ekki er vert að gera ráð fyrir því að neinar skyndibyltingar verði í ís- lenzku stjórnmálalífi þó fáeinir hugs- andi menn fari að reyna að mynda fyrsta vísir að kristilegum stjórnmálasamtök- um. Til þess eru gömlu flokksböndin of sterk, og of fast reirð að „sálarlimum" kjósendanna. ★ „Tíminn“ og „Þjóðviljinn“ minntust um jólaleytið á hugleiðingar Dagrenn- ingar um stofnun kristilegs stjórnmála- flokks. í Þjóðviljagreininni segir m. a.: „Tíminn segir frá því á aðfangadag- inn, að Jónas Guðmundsson, ritstjóri Dagrenningar, boði í síðasta hefti tíma- rits síns stofnun nýs stjórnmálaflokks: Kristilega flokksins; og var það vissulega viðeigandi jólafrétt. Segir Tíminn, eftir tímaritinu, að „næsti áratugur Dagrenn- ingar verði helgaður tilrauninni til þess að skapa á íslandi öflugan, kristilegan stjórnmálaflokk," og er sýnilegt, að þetta sköpunarstarf á ekki að ganga ýkja greitt.“ Af þessu tilefni er rétt að minna kommúnistana við „Þjóðviljann" á það, að þegar þeir stofnuðu sinn flokk, liðu hvorki meira né minna en sjö ár frá stofnun flokksins og þar til hann kom manni á þing. Og ennfremur má minna þá á það, að flokkur þeirra er nú yfir 25 ára gamall og er þó enn ekki öflugri en svo, að hann ráði nema sjö sætum á Alþingi og kemur þar engu máli fram. Mega þeir af þessu sjá, að það „sköpun- arstarf“, að koma upp öflugum stjórn- málaflokki, getur tekið langan tíma, jafnvel hjá þeim, sem njóta til þess ým- issa þeirra fríðinda, sem nauðsynlegust eru talin, svo sem mikils blaðakosts og styrktarfjár öflugra samherja í öðrum löndum, en hvorugs þess getur íslenzk- ur, kristilegur stjórnmálaflokkur vænzt. Ég fullvissa alla þá, sem fylgjast með þeirri tilraun, að koma á fót kristileg- um stjórnmálaflokki, um það, að í engu verður hrapað að því verki. Það þarf góðan undirbúning og mistök mega helzt engin verða þegar til framkvæmda verður ráðist. Þeir menn og konur, sem sjá og skilja, að þjóðinni er aðeins hægt að bjarga úr vaxandi öngþveiti með þvi að taka upp kristilega stefnu í þjóðmálum, verða að ræða þetta mál sín í milli og hafa síðan með einhverjum hætti samband við mig, meðan ekki er formlegur fé- lagsskapur myndaður um málefni þetta hér í Reykjavík. Þetta er nauðsynlegt til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir því, hver grundvöllur er nú þegar und- ir kristilega þjóðmálahreyfingu, og hverja leið er hyggilegast að fara til að koma málum sínum fram svo sem mest gagn megi að verða. 42 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.