Dagrenning - 01.04.1956, Qupperneq 52

Dagrenning - 01.04.1956, Qupperneq 52
ingur gleypir í sig, örvar hinar lægri hvatir mannlegs eðlis og gerir því illt verra. Þetta á að vera kennslubók handa ungu fólki í því, hvernig það skuli láta undan kynfýsnum sínum áður en það giftist, án þess að það hafi nokkur eftir- köst. Hún á að kenna ungu fólki, að það sem svo margir geri, sé ekki rangt. Hún á að kenna æsku vorri hryllilegt sið- leysi, sem hún hefir jafnvel ekki vitað áður að til væri. Augljóst er að dr. Kinsey hefur ger- samlega hafnað kenningum kirkjunn- ar og siðgæðisreglum Biblíunnar. Hið óttalegasta af þessu öllu er það, að Ameríkumenn eru orðnir svo sam- dauna þessum hlutum, að vér óttumst ekki framar það sem er að gerast. Vér erum orðnir svo vanir siðleysinu, að vér teljum það ekki siðleysi lengur. Hvað er orðið af velsæmis- og réttlætiskennd vorri? Um aldamótin síðustu fóru ýmsar fræðikenningar að ryðja sér til rúms í Ameríku. Nú erum vér að byrja að upp- skera ávöxt þeirra kenninga. Friederich Nietzsche og kenning hans um ofur- mennið, Sigmund Freud, frumherji sál- könnunarfræðinnar, hin þokukennda guðfræði Schleiermachers og þýzku guðfræðinganna — allt er þetta amersík- um guðfræðingum og fræðimönnum vel kunnugt. Það er næstum því ógem- ingur að gera sér fulla grein fyrir á- hrifum þessara háttemiskenninga. Marg- ir hafa látið sannfærast um að Biblían sé ekki opinberun Guðs, að maðurinn frelsist af sjálfum sér, en ekki fyrir Krist, og siðfræðin sé afstæð, en ekki algild. Árangurinn af hinni andlegu viðtöku húmanismans og hátterniskenningar- innar (behaviorism) hefir orðið alger siðferðileg hnignun og fráhvarf í trú- arlegum efnum. Alda hátternisfræðinn- ar, sem hefir flætt inn á skólagrundir vorar og inn í kennslustofur æðri skól- anna, mótar nú líferni æskunnar. Hrein- trúarhugmyndir eru fyrirlitnar. Það er orðið gamaldags að trúa á Guð. Guð gaf oss þegar í upphafi algild og óumbreytanlegt lögmál um samskipti kynjanna. Biblían segir hvergi að kyn- hvötin sé synd. En allt frá I. bók Móse til Opinberunarbókarinnar er misnotk- un hennar fordæmd. Bblían kennir að kynhvötin sé ætluð til æxlunar alls fólks á jörðinni. En maðurinn með sínu synduga og sjálf- eyðandi eðli, hefir breytt þessari kennd, sem átti að verða dýrðlegasta og full- komnasta ástartjáning karls og konu, í grófa og sauruga fýsn. Kynmök, sem ekki fylgir nokkur vottur af gagn- kvæmri ást, virðingu og einlægri löng- un til þess að veita hvort öðru ham- ingju og fullsælu í heilögu hjónabandi, eru lægsta stig siðspillingar. Biblían er berorðust allra bóka í veröldinni um kynferðismálin. Hún er ekkert að skafa utan af hlutunum. Hún talar afdráttarlaust, hvort heldur sem er um hina réttu eða röngu hlið kynlífs- ins. Ef vér ætlum að komast til botns í leyndardómnum, megum vér ekki láta eins og hann sé ekki til. Kynslóð vor hefur tileinkað sér um of hina vélrænu hlið kynlífsins, en hugsað allt of lítið um, hvað rétt sé eða rangt. Allir blaðsölustaðir og flestar kvikmyndaauglýsingar bera því vitni, hve djúpt vér erum sokknir siðferðilega. Taumlaust siðleysi einkennir þjóðlífið, en það réttlætir ekki slíka hegðun þó að háskólaprófessorar hvetji menn til þess að brjóta siðgæðislögmálið. 44 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.