Dagrenning - 01.04.1956, Qupperneq 54

Dagrenning - 01.04.1956, Qupperneq 54
einstaklinga. Og Biblían segir enn, í 6. kafla I. Korintubréfsins, að enginn saur- lífismaður erfi konungsríki himnanna. Mörg hundruð setningar í Bbilíunni benda til þess, að reiði Guðs upptendr- ist gegn þeim, sem drýgi slíkar syndir. Guð hefur ekkert breytzt. Það, sem var rangt fyrir 2000 árum er rangt enn í dag í augum Guðs. Það er ekki nokk- ur vottur af breytingu eða sinnaskiptum hjá Guði. Hann er óumbreytanlegur. Og ég vara yður við því, að hann mun hella reiði seinni yfir þá, sem saurlífis- syndir fremja og þá, sem hvetja aðra til saurlifnaðar. Það er satt, að fyrir Guði „réttlætist enginn fyrir lögmál", en Guð mun eigi að síður dæma menn eftir lögmálinu. Biblían segir: „Fyrir því hefur þú, mað- ur, sem dæmir, hver sem þú ert, enga afsökun, því að um leið og þú dæmir annan, fyrirdæmir þú sjálfan sig, því að þú, sem dæmir, fremur hið sama.“ í fyrsta kapítula Rómverjabréfsins er bæði sagt ítarlega frá siðferðisafbrotum og lýst, hvernig Guð refsi fyrir þær syndir: „Og eins og þeir hirtu ekki um að varðveita þekkinguna á Guði, ofur- seldi Guð þá ósæmilegu hugarfari, svo að þeir gjörðu það, sem ekki er tilhlýði- legt, fylltir alls konar rangsleitni, vonzku, ágirnd, illsku, fullir öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi, illmennsku, rógberar, bakmálugir, guðshatarar, smán- arar, hrokafullir, gortarar, hrekkvísir, foreldrum óhlýðnir, óskynsamir, óáreið- anlegir, kærleikslausir, miskunnarlausir — menn sem þekkja Guðs réttlætisdóm, að þeir er slíkt fremja eru dauðasekir; þeir gjöra þetta engu að síður og meira að segja láta þeim velþóknun sína í té, er það gjöra.“ Þrisvar sinnum í þessum ritningar- kafla segir Guð, að hann hafi ofurselt þá. Mennirnir urðu svo siðlausir, að Guð ofurseldi þá. Með öðrum orðum, mennirnir forhertu svo hjarta sitt og svæfðu samvizku sína, að jreir gátu ekki framar heyrt rödd Guðs. Þeir voru blindaðir, forhetrir, með sofandi sam- vizku. Þú getur lifað áfram í syndum þín- um og komist undan afleiðingum þeirra í þessu lífi, en þú kemst aldrei undan lögmáli Guðs. Biblían segir: „En ef þér hlýðið mér ekki og haldið ekki allar þessar skipanir, og ef þér hafnið setn- ingum mínum og sál yðar hefur óbeit á dómum mínum, svo að þér haldið ekki allar skipanir mínar, en rjúfið sáttmála minn, þá vil ég gjöra yður þetta: Ég vil vitja yðar með skelfingu, tæringu og köldu, svo að augun slokkna og lífið fjar ar út. Og þér skuluð sá sæði yðar til einskis, því að óvinir yðar skulu eta það. Og ég vil snúa augliti mínu gegn yður og þér skuluð bíða ósigur fyrir óvinum yðar; og fjandmenn yðar skulu drottna yfir yður og þér skuluð flýja, þótt eng- inn elti yður. En ef þér viljið þá enn ekki hlýða mér, þá vil ég enn refsa yður sjö sinn- um fyrir syndir yðar“ . . . Nú segja margir: „Já, en við erum ekki undir lögmálinu — við erum und- ir náðinni." Jesús kenndi nýja guðfræði. Kjarni máljáins nú er sá, að vegna þess, að Kristur hefur friðþægt fyrir syndir vor- ar, eru þær enn þyngri á metunum í aug- um Guðs en áður. Biblían segir: „Mað- ur sá, er að engu hefur lögmál Móse, verður vægðarlaust bana að bíða, ef tveir eða þrír vottar bera. Hve miklu þyngri hegning ætlið þér þá ekki að sá muni vera talinn verðskulda, er hefur 46 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.