Dagrenning - 01.04.1956, Page 56

Dagrenning - 01.04.1956, Page 56
Ef til vill hefur þú staðið andspænis fjölda freistinga og komist að þeirri nið- urstöðu, að þú réðir ekki við þær. Lög- málið hefur dæmt þig fyrir Guði af fullu réttlæti. Páll sagði: „Fyrir lögmál- ið fæst þekkingin á syndinni,“ og þú, sem hefur heyrt fyrirmælin í lögmáli Guðs, hefur sagt við sjálfan þig: „Því að ég veit, að ekki býr neitt gott í mér, það er í holdi mínu, því að vilja veitir mér auðvelt, en að framkvæma hið góða ekki. Því að hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég. En ef ég gjöri það, sem ég vil ekki, þá er það ekki lengur ég sjálfur, sem framkvæmi það, heldur syndin, sem í mér býr. Þannig reynist mér það þá regla fyrir mig, sem vil gjöra hið góða, að hið illa er mér tamast. Því að sam- kvæmt hinum innra manni hef ég mæt- ur á lögmáli Guðs (þ. e. ég viðurkenni yfirburði þess) en ég sé annað lögmál í limum mínum, sem berst á móti lög- máli hugskots míns og hertekur mig undir lögmál syndarinnar, sem er í lim- um mínum. Ég aumur maður! Hver mun frelsa mig frá þessum dauðans lík- ama?“ Margir hafa af einlægum huga reynt að lifa eftir kröfum lögmálsins, en orð- ið örvæntingunni að bráð vegna þess, að þeim reyndist ekki unnt að fullnægja öllum þessum kröfum. En öllum kröf- unum verður að fullnægja, því að Biblí- an segir, að „þótt einhver héldi allt lög- málið, en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess.“ Þetta er ægilegur dómur, en hann stendur í sjálfri Ritningunni. Guð, sem þekkir vanmátt vom vegna syndarinnar, hefur af náð sinni séð fyr- ir öllum þörfum vorum, en þær eru miklar. Þar eð oss er ókleift að breyta eftir lögmálinu og vér erum vanmátt- ugir vegna syndarinnar, getum vér ekk- ert annað gert en játað réttmæti þess, en þá kemur miskunn Drottins. Hin örvinglaða sál, sem játar allar synd- ir sínar og ávirðingar, fær þá þessa gleði- ríku fullvissu: „Ég þakka Guði fyrir Jesúm Krist, vorn Drottin, . . . að nú er engin fyrirdæming fyrir þá, sem til- heyra Kristi Jesú.“ (Þýtt). 48 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.