Dagrenning - 01.08.1958, Blaðsíða 3

Dagrenning - 01.08.1958, Blaðsíða 3
DAGRENNIN G 2. TOLUBLAÐ 13. ÁRGANGUR REYKJAVÍK JÚNÍ-ÁGÚST 1958 Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavík. Simi 1-11-96 SEXTUGUR! Er ég þá orðinn sextugur? Síðustu árin hefir mér stundum fundizt sem lok þessa áratugs mundu tákna einhverja mikilvæga breytingu í lífi mínu eða starfi. Það er þó ekki af því að ég haldi að dauðinn sé á næstu grösum — þó að það geti náttúrlega vel verið, — heldur af hinu, að mér hefir fundizt sem þá hlyti eitthvað mikilvægt að koma fyrir, eitthvað, sem ég hefi þó ekki getað gert mér neina grein fyrir, en sem hlyti að gjörbreyta öllu fyrir sjálfum m.ér — og jafnvel fyrir mörgum öðrum líka, Og nú eru þessi tímamót liðin hjá. Og þó ennþá hafi ekkert það gerzt í mínu lífi, sem mikilvægt geti talizt fyrir mig eða aðra, hefi ég þó, á þessum vegamótum, átt mér ýmsar afmælishugleiðingar, sem ég hefi skrifað niður, og reynt að gera mér grein fyrir viðhorfi mínu til lífsins eins og það er nú orðið. ★ Þegar ég lít til liðins tíma, þá er flest það, sem ég mundi áður fyrr hafa talið mestu skipta og eftirsóknarverðast, nú lítilsvert. Ég sé nú allt það, sem menn telja svo mikilsvert og sækjast svo mjög eftir, í allt öðru Ijósi en áður. Það sem almennt er talið mest um vert, svo sem auður, völd og upphefð hvers konar, hafa ekki lengur neitt aðdráttarafl, því að það er allt af „hinu ytra“ og vantar hið sanna, raunverulega gildi. Hefi ég ekki á þessum sextíu árum mínum séð svo vel fallvaltleik auðs og valds? Hefi ég ekki séð flestöll konungsríki og keisaradæmi veraldar vorrar kollvarpast? Hafi ég ekki séð sórveldi, sem staðið höfðu aldir, liðast sundur og gleymast? Hefi ég ekki séð stórauðugar þjóðir verða gjaldþrota og ríka höfðingja verða bónbjargarmenn? Hefi ég ekki séð menn eins og Stalín, Hitler og Mussolini setjast á veldisstóla konunga og keisara, eftir að hafa komizt þangað með lygum, svikum, morðum og hvers konar blekkingum, og hefi ég ekki séð þá alla hrapa úr þessum hásætum brjálaða og fyrirlitna — og að lokum drepna af leyniöflum þeim, sem höfðu hafið þá til valda, þegar hlutverki þeirra var lokið? Jú, jú, — þetta hefir allt gerzt á sextíu árunum mínum og svo margt, margt fleira, sem hér er ekki hægt upp að télja. Hvar eru nú sum þeirra DAGRENNING I

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.