Dagrenning - 01.08.1958, Síða 22

Dagrenning - 01.08.1958, Síða 22
-----------------------------------------------------------------------------N „Það er möguleiki á því að Chomoun forseta takist um stundarsakir að koma á nauðsynlegu jafnvægi í Libanon, annað livort með eigin úr- ræðum eða með siðferðisstuðningi frá Bandaríkjunum. Rússland mun sennilega reyna í lengstu lög að komast hjá beinum árekstri við Banda- ríkin. Gangi hins vegar byltingin í Libanon bæði fljótt og vel íyrir sig með sigri uppreisnarmanna, verður skammt að bíða þess að átökin um Mið-Austurlönd öll komist á lokastigið. Þeir, sem stjóma þessum atburð- um austur þar, hafa tekið tillit til þess möguleika, að nokkurt hlé geti e. t. v. orðið á hernaðaraðgerðum. Samt sem áður em allar aðgerðir þarna mjög vel skipulagðar og fyrir fram ákveðnar sem skæmhernaður gegn Libanon, þar sem landinu verður þvælt inn í livern áreksturinn öðrum verri með stuttu millibili, og hver árekstur skilur eftir opna und, sem ekki fær gróið til fulls þar til næsta atlagan er gerð. Þessi lieita og kalda aðferð verður notuð eftir því sem við á um gjörvöll Mið-Austurlönd, þar til allt er orðið fullbúið undir lokasprenginguna. Allt er þetta að sjálf- sögðu ekki annað en hin venjulegu kænskubrögð, sem Rússar liafa beitt að undanförnu til þess að hrekja vestrænar þjóðir úr hverju víginu af öðru, og verður ekki annað sagt en að þeiin hafi til þessa orðið vel ágengt í því efni.“ Nú um margra ára skeið hafa þeir menn í Mið-Austurlöndum, sem bezt hafa vitað og vinveittir hafa verið Vesturlöndum, skýrt frá hættunni, sem vofað hefur yfir, en Vesturlönd hafa alla tíð daufheyrst og hvergi látið til sín taka. Það er fyrst nú, þegar allt er orðið um seinan, að menn vakna við vond- an draum. HVERS MÁ ÞÁ VÆNTA? Þeir atburðir, sem nú hafa verið raktir, benda allir til hins sama, sem sé þess, að nú sé mjög skammt að bíða loka átakanna milli ísraelsþjóða- hópsins og Gógsbandalagsins. Nokkur atriði eru nú orðin svo augljós, að allir aðrir en þeir, sem endilega vilja vera blindir á spádóma Ritningarinnar, hljóta að veita þeim athygli. Hér skulu þessi atriði nefnd: 1. Til þess að spádómar Ritningarinnar um endalokin gætu rætzt, þurftu að verða til að nýju nokkur ríki og ríkjasambönd, sem um alda raðir liafa ekki verið til. Fremst af þeim er Ísraelsríki — þ. e. ríki Júdaætt- kvíslarinnar. — Fyrir tíu árum var það stofnað í hluta af hinni fomu Palestínu, og er nú í dag það ríki, sem mestri ókyrrð veldur á hinum hættulegu slóðum við Miðjarðarhaf. I hinum merkilega spádómi hjá 20 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.