Dagrenning - 01.08.1958, Side 7
þjóðar minnar töluðu til mín — og allra — svo skýru máli, að það varð
ekki misskilið. Ég triíði því þá, eins og allflestir gera enn, að með fé
og framförum kæmi „guðsríkið“. Ég skildi ekki þá sannleikann í þessum
orðum: „Leitið fyrst ríkis Drottins og réttlætis og þá mun allt þetta
veitast yður að auki.“ Nú skil ég þetta allt miklu betur.
En í fátæktinni og allsleysinu var íslenzka þjóðin tiltölulega heiðarleg,
almennt talað, saman borið við það, sem nú er. Þá var heiðarleiki og
sannleiksást líklegasti vegurinn til forustu í málefnum þjóðarinnar. Þá
sögðu t. d. Fjölnismenn: „Við höfum því fastlega ásett, að fara því einu
fram, sem við höldum rétt vera, og ætíð reyna af bezta megni að leita
sannleikans. Við skulum þess vegna eins kostgæfilega forðast að halla
sannleikanum, móti betri vitund, til að styðja nokkurt mál, eins og okkur
þykir ótilhlýðilegt að þegja yfir honum, þó hann kynni að baka okkur
mótmæli og óvináttu manna.“ (Fjölnir I. 12.)
Hugleiðum aðeins eitt augnablik þá gjörbreytingu, sem orðin er í
blaðamennskunni, hvað sannleiksást og heiðarleik áhrærir, síðan þessi orð
vomi rituð í fyrsta eiginlega stjórnmálablaðið, sem út kom á íslandi.
Hundrað ár eru nú síðan. Öll stjórnmálablöð landsins eru nú flokksblöð.
Engin önnur blöð þrífast með þjóðinni. En þar er það ekki sannleiksást
og heiðarleiki, sem skipar öndvegið, heldur hið gagnstæða: Lygar og
blekkingar, óhróður, hræsni og hvers konar loddaraskapur leyfist nú í
opinberri blaðamennsku og opinberu lífi hér á landi, og engum dettur
lengur í hug að reyna að fá þar á neina breytingu til batnaðar, enda er
það með öllu tilgangslaust. Öll blöð og allir stjórnmálaflokkar fylgja
sataniskri stefnu, sem hlýtur að leggja í rúst — og hefir raunar þegar
gert það — allt heilbrigt líf í landinu. Hér verður enginn undan tekinn,
því að ekkeri blað er til í landinu, þar sem nokkur sú grein fæst birt,
sem ber sannleikanum vitni, ef hún kemur við hin sameiginlegu kaun
stjórnmálaflokkanna, sem eru nú orðnir slík þjóðarógæfa, að flestir
mundu fagna því, að þeir leystust allir upp.
Þetta er þá orðið úr draumsjón Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar.
Er þá ekki jafnvel betri fátæktin og allsleysið og heiðarleiki sá og sann-
leiksást, sem því fylgdi, heldur en Ijúgandi, blekkjandi og svíkjandi
loddaralýður, sem gerir öll sín stykki í vatnsklósett?
Ég er fyrir nokkrum árum kominn á þá skoðun, að líklega læknist
engin þjóð af þeirri satanisku pest, sem nú gengur yfir heiminn, fyrr
en stórkostlegt hörmungaél sviptir skýlunni frá allra augum og þurrkar
út öll skurðgoðin og hjáguðina, sem menn nú tilbiðja, og ræningjaflokk-
arnir, sem öllu þessu stjórna, og öll „verkfæri“ þeirra, þurrkast út og
tortímast í sínu eigin syndaflóði.
DAGRENNING 5