Dagrenning - 01.08.1958, Side 17

Dagrenning - 01.08.1958, Side 17
*\ getur, sviku Bretar Mikhalóvits, sem barizt hafði við hlið þeirra fyrir málstað frjálsra þjóða í Júgóslavíu og afhentu kommúnistanum Tító hin júgóslavnesku lönd, sem hann síðan hefur stjómað sem kommúnistískur einræðisherra. Sjang-Kai-Sjek, einn traustasti samherji vestrænna þjóða, var svikinn af Bandaríkjunum, sem omstulaust létu Kínaveldi allt af hendi við komm- únista, og brátt ógnar þetta ríki, er verður mesta herveldi heims innan fárra ára, tilveru sjálfra Bandaríkjanna. Shigman Ry og Kóreu sviku Samein- uðu þjóðimar fyrir hönd allra vestrænna þjóða, svo að nú em engar líkur fyrir því að það land verði sameinað, fyrr en Kína hrifsar það til sín og sameinar það og þá undir kommúnistískri stjórn. Ópin frá Indónesíu hafa verið kæfð á Vesturlöndum. Það eiga allt að vera „innanlandsmál“ öðmm óviðkomandi. Sama er um Ungverjaland. Menn minnast þess enn, er ungverska þjóðin reis upp haustið 1956 og ætl- aði að velta af sér hinu rússneska oki. Það mistókst. Rússar gáfu loforð og sviku þau. Vesturveldin, með Bandaríkin í fararbroddi, gerðu ekkert nema mótmæla — af hræðslu við nýja heimsstyrjöld. Nokkrir menn, sem að þeirri byltingu stóðu, flýðu í sendiráð Júgóslava í Búdapest og leituðu þar hæl- is sem pólitískir flóttamenn. Tító afhenti þá Rússum gegn loforði um að þeir skyldu fá að fara frjákir ferða sinna. Auðvitað samþykktu Rússar það, en þeir sviku þetta loforð þegar í stað. Tító — sem enn í dag er dyggur þjónn Moskvu — þrátt fyrir allan þann skollaleik, sem oft er leikinn milli hans og Moskvuvaldsins — vissi vel hvað hann gerði, þegar hann fram- seldi Rússum Nagy og félaga hans. Hann dæmdi þá raunverulega til dauða. Honum voru meira virði tengslin við Sovétríkin en líf þessara „landráða- manna,“ en það hafa þeir sjálfsagt verið að hans dómi. Og nú hafa þeir allir veríð teknir af lífi. En hvað tjáir nú um að fást. Vestrænum þjóðum er það skömm, að minnast þessara atburða. Aldrei hefur skömm „vest- rænnar menningar“ verið meiri en í sambandi við Ungverjaland haustið 1956. Þá hrópaði lítil og kúguð þjóð á hjálp J>eirra, sem þykjast unna frelsinu og bað þá um hjálp. En enginn rétti henni hjálparhönd. Allir — undantekningarlaust allir — sviku hina hugprúðu þjóð og forustumenn hennar voru afhentir böðlunum og nú hafa Jæir verið drepnir. Blóð þeirra hrópar bölvun yfir Vesturlönd. — Hve lengi þola Jijóðirnar }>etta? Hve lengi fá }>ær risið undir smán sinni? Islendingum ferst ekki frekar en öðrum að fást um J>essi mál. Þeir eru þar jafn litlir karlar og aðrir, og við ættum J>ví að J>egja. Það voru Vesturlönd, sem raunverulega drápu J>essa menn. Ef J>au hefðu aðeins steytt hnefann í stað þess að lyppast niður, er líklegt, að þeir lifðu allir enn í dag, og væru e. t. v. frjálsir menn. ----------------------------------------------------------------------------> DAGRENNING J5

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.