Dagrenning - 01.08.1958, Side 30

Dagrenning - 01.08.1958, Side 30
hafi ekki orðið þunguð af völdum jarð- nesks manns. Enn fremur segir í 9. kap. Jesaja, 6. v.: ,,Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn; á hans herðum skal höfð- ingjadómumin hvíla; nafn hans skal kallað: undraráðgjafi, guðhetja, eilífð- arfaðir, friðarhöfðingi Hér er oss sagt með skýrum orðum, að barnið, sem fæddist, sonurinn, sem var gefinn, hafi verið guðhetja, eilífð- arfaðir. Oss var sagt, að hann mundi verða kallaður Immanúel, sem þýðir: Guð er með oss. Þarna stendur það skýrum stöfum í Gamla testamentinu, að barn fætt af hreinni mey myndi verða Guð í mannlegum líkama. í Lúkasar guðspjalli 1. kap., 30.—31. v. og 34.—35. v., segir: ,,Og engillinn sagði við hana: Vertu ólirædd, Maria, því að þú liefir fundið náð lijá Guði. Og sjá, þú munt þunguð verða og fæða son; og þú skalt láta hann heita JESÚM... Þá sagði María við engilinn: Hvernig getur þetta ver- ið, því að ég hefi ekki karlmann kennt? Og engillinn svaraði og sagði við hana: Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig, fyrir því mun og það, sem fæðist, verða kallað heilagt, sonur Guðs.“ Hér er oss sagt, að Guð hafi látið Maríu verða þungaða, án þess að hún hefði samneyti við karlmann. Sé þetta rétt, er Guð faðir Jesú Krists. Heilagur andi, hinn hæsti, yfirskyggði Maríu, og fyrir kraft hans varð hún þunguð. Þannig er Jesús sannur sonur Guðs, eins og engillinn sagði Maríu að hann myndi verða kallaður. ★ En nú komum við að mjög furðu- legri staðreynd: Allir mestu efnafræð- ingar vorra daga fullyrða, að blóðið í likama barnsins jafnvel meðan það er í móðurkviði, sé aðeins blóð föðurins. Enginn dropi af blóði móðurinnar kem- ur í æðar fóstursins, þótt barnið fái alla næringu sína frá móðurinni, fram- leiðir fóstrið sjálft allt blóð sitt. Vinur minn einn hefur með dæmi lýst ágæt- lega hvernig þetta gerist. Hann sagði: ,,Hefir nokkur ykkar séð hænuegg í útungarunarvél og athugað, hvað ger- ist? Ef þið hafið séð þetta, hafið þið tekið eftir því, að það eru aðeins frjóvg- uðu eggin, sem klekjast út. I hinum kemur ekkert lífsmark fram, hvernig sem farið er með þau. En takið eftir því, sem gerist í frjóvguðu eggjunum. Þið munuð sjá, að sæðið, sem komið er í eggið frá hananum, fer að mynda ör- mjóar blóðæðar, sem greinast út frá því. Fær þetta sæði nokkurt blóð frá hænunni? Svarið nú eins og samvizkan býður. Þið vitið mætavel, að svo er ekki. En það fær næringuna frá rauðu eggs- ins. Blóð fær það hins vegar ekkert.“ Sams konar efnastarfsemi fer fram í líkama hvers barns, sem fæðist 1 þennan heim. Þar verður engin sam- blöndun á blóði hinna tveggja kynja. Blóðið er allt frá föðurnum. Þetta svar- ar spurningunni um ætterni Jesú. Blóð hans var aðeins frá föðurnum. Hvað má álykta af þessu? Af því leiðir, að enda þótt Jesús tæki hluta af eðli hins fallna manns, þ. e. líkama úr holdi og beinum, var blóð hans samt guðlegrar ættar. En fyrst það er stað- reynd, að blóðið í líkama hans var frá Guði einum, en ekkert frá Maríu, þá hefir Kristur fæðst algerlega syndlaus. Jesús tók sér aðeins mannlegan líkama, 28 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.