Dagrenning - 01.08.1958, Side 32

Dagrenning - 01.08.1958, Side 32
Sá sem trúir á Guðssoninn, glatast því ekki, heldur hefur hann eilíft líf. Jesús kom í þennan heim til þess að frelsa syndara og gefa þeim fyllra og fegurra líf. Þetta líf, sem Jesús kom með, var í blóði hans, og þegar hann hafði úthellt blóði sínu, gat allur heim- urinn eignast eilíft líf. ★ Oss er sagt, að Guð sé Ijós og að í honum sé ekkert myrkur. En fyrst Guð er ljós, hlýtur ljósið að hafa birzt í Jesú Kristi. Og í Jóhannesar guðspjalli, 1. kap., 4.—5. v., er oss sagt það með berum orðum: „7 honum var líf, og lífið var Ijós mannanna, og Ijósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefir ekki tekið á móti því.“ Og í 9. v. sama kap. segir enn fremur: „Hið sanna Ijós, sem upplýsir hvem mann, var að koma í heiminn" Með blóðgjöf Jesú var oss gefið það líf, sem var í blóði hans, og ljós þess lífs skín jafnvel í yfirbragði voru. Því er það, að hvenær sem einhver einstakl- ingur öðlast þá trú, að Jesús fyrirgefi syndir, þá uppljómast andlit hans og frá svip hans stafar birtu, sem þar var ekki andartaki áður. Hvað er þetta? Það er líf og ljós Guðs, sem ljómar frá hinum innra manni. Þetta gæti ekki átt sér stað, ef Jesús hefði aðeins verið maður, með sama eðli og aðrir, sem fæðst hafa á þessari jörð. Enginn nema Guð sjálfur hefði verið þess megnugur, að umbreyta einstakl- ingi á þennan hátt. Þetta var aðeins unnt vegna þess, að Jesús kom frá Guði. Hann er sonur Guðs. Hann hafði ekki mannlegt blóð í æðum. Hann hafði blóð föður síns, hins lifanda Guðs. Þess vegna getur hið dýrmæta blóð Jesú numið burt syndir alls heimsins. ★ En lítum nú á málið frá efnishliðinni. Jesús var íklæddur líkama eins og dauð- legur maður. 1 hinu mikla endurlausn- aráformi bar nauðsyn til að sameina Guð og mann, til þess að maðurinn gæti notfært sér frelsunina. Þetta var gert með því, að láta Guð íklæðast mannleg- um líkama, og hið dauðlega hold fékk hann frá Maríu mey. En blóð hans og eðli var frá föðurnum. Þegar því blóði var úthellt á Golgata, leiftraði ljós þess eins og ný vakning út yfir hnöttinn, þannig að í öllum, sem trúa á friðþæg- ingu Jesú á Golgata, mun ljós þetta skína og gefa þeim eilíft líf. 0, þú, sem hefir ekki enn veitt ljósi Guðssonarins viðtöku, bjóddu honum þá inn nú þegar, og þú munt öðlast ör- ugga vissu um að Jesús sé Guðssonur- inn. Nýtt líf bíður þín, sem mun ger- breyta þér frá því sem áður var og um- skapa þig sem nýjan mann í Jesú Kristi. Sjá, allt mun verða nýtt, því að hið fyrra er farið! Það var ekki Gyðingablóð, sem rann í æðum Jesú, því að þá hefði hann ekki getað frelsað Gyðinga. En af því að hann var Guð, holdi klæddur, skapari vor allra, og hafði hið fullkomna blóð, getur blóð hans frelsað oss. Enginn sjúkrahúslæknir dælir í þig blóði fyrr en hann hefir rannsakað, hvaða blóð- flokki þú heyrir til, og hann gefur þér aðeins þá blóðtegund, sem við þig á. En hinu dýrmæta blóði Jesú Krists, sem ekkert á skylt við blóð syndugra manna, heldur er frá hinum eina full- komna og eitt fullkomið, því getum vér veitt viðtöku í sjálfu ljósinu frá Guði. 30 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.