Dagrenning - 01.08.1958, Side 19
---------------------------------------------------------------------------------^
Það er eins og menn hafi ekki ennþá áttað sig á þeim aðferðum, sem
hinn grimmi og slægi kommúnismi beitir við að hremma hverja bráð
sína af annarri. En hún er þessi: Fyrst er fé og áróðri beitt og alið á þjóð-
erniskenndinni í tilteknum málum, til þess að skapa hatur inn á við og
út á við. Síðan er hleypt af stað meiri og minni deilum, sem allar miða
að því sama: að skapa úlfúð og sundrungu með þjóðinni. Þau öfl, sem
þessu valda, eru oft dulin eða dulbúin og hafa á sér þjóðræknis blæ, en
eru raunverulega af erlendri rót runnin og hafa allt annan tilgang en
þann, að sameina þjóðina til jákvæðrar baráttu fyrir velferð hennar. Þetta
eru auðvitað bein og óbein afskipti erlends valds af innanríkismálum hins
ógæfusama ríkis, sem fyrir því verður. Libanon er gott dæmi þessa. í út-
varpsræðu Eisenhowers Bandaríkjaforseta, þegar Bandaríkin settu lið á
land í Libanon, lét hann svo um mælt, „að án þeirrar aðstoðar hefði
Libanon framvegis ekki verið í tölu sjálfstæðra ríkja. Fyrir atbeina ráða-
manna í Damaskus og Kairó liefði látlausum áróðri verið haldið uppi
til þess að reyna að hafa áhrif á gang málanna í Libanon og jafnframt
hefðu þessi öfl gert sig sek um beina íhlutun, þar sem um vopnasmygl inn
í Libanon hefði verið að ræða.“
Þessi yfirlýsing forsetans talar sínu máli. Er þetta „innanríkismál?“ Nei.
Hér er erlend samsærisklíka að myrða litla þjóð. Hver á nú að biðja um
þessa hjálp írak til handa?
Ömurlegasta staðreyndin í sambandi við atburðina í frak er þó e. t. v.
sú, hve viðbragðsfljót Vesturlönd eru að viðurkenna hina nýju morðvarga-
stjóm í írak. Þá vita menn það, að stjórnarskipti Jjurfta ekki að gerast
„löglega“ til Jæss að Vesturveldin og Sameinuðu þjóðirnar leggi blessun
sína yfir þau. Nú geta bófaflokkarnir liafið morðöld og drepið hreinlega
J>á, sem með völdin fara — og Vesturveldin leggja þegar í stað blessun sína
yfir tiltækið. Þvílíkar íramfarir í menningunni!
MUNU BLINDIR FÁ SÝN?
Þeir atburðir, sem nú hafa gerzt við Miðjarðarhaf og í nálægum
Austurlöndum hljóta að opna hin blindu augu vestrænna þjóða. Annað
hvort er, að þær hafa ekki viljað sjá hvað er að gerast, eða að annarleg öfl
stjóma enn gjörðum Jieirra manna, sem með völdin fara. Nú er svo kom-
ið, að allar stórþjóðir heimsins halda niðri í sér andanum nema Rússar
og Engilsaxar. Frakkar, Þjóðverjar, Kínverjar og Indverjar em allir Jjög-
ulir nú. Björninn rússneski berst nú við brezka ljónið og bandaríska örn-
inn um olíusvæðin í Arabalöndunum. Sú barátta þjappar Bretum og
v_______________________________________________________________^
DAGRENNING 17