Dagrenning - 01.08.1958, Blaðsíða 18

Dagrenning - 01.08.1958, Blaðsíða 18
í sambandi við byltinguna í írak er það nú upplýst, að fyrirsvarsmenn þessarar litlu þjóðar, sem héldu dauðahaldi í samstarf við Vesturlönd, hafa verið marg sviknir af Vesturlöndum með þeim afleiðingum, að þeir hafa allir verið drepnir af leiguþýjum heimskommúnismans á hinn hrylli- legasta og svívirðilegasta hátt. Blöðin segja frá því, að hinn sjötugi forsæt- isráðherra Iraks — Nuri-el-Said — hafi verið einn þeirra, sem þessi örlög hlaut. Um hann er nú skrifað á þessa leið: „Nuri-el-Said varaði ávallt við Nasser og stefnu lians. Hann hvatti Breta til að gera árásina á Súez, en ráðlagði þeim að vera einir um þá tilraun, og liika hvergi. Væru hins vegar Frakkar með mundi ver takast, og ef ísra- elsmenn væru með væri fyrirtækið vonlaust. Seinasta aðvörun Nuri-el- Said til Vesturveldanna var að hika ekki við að grípa inn í gang málanna í Líbanon. Það var gert — en of seint til að bjarga lífi hans og Feisals kon- ungs. í desember síðast liðnum fór Nuri-el-Said til Bandaríkjanna. Hann sagði þar, að hann „fyndi á sér“, að einliverjir miklir erfiðleikar væru fyrir höndum. Hann fór þess á leit við Bandaríkjastjórn, að hún styddi Bagdad-ríkin af alefli og sýndi heiminum hug sinn til þeiiTa á þann hátt, að ekki yrði um villzt, jafnframt að Bandaríkin styddu á alla lund þá stjórn, sem hann veitti forstöðu og var, eins og kunnugt er, mjög vinsamleg Vestur- veldunum. Vildi hann að Bandaríkjamenn sýndu, svo að ekki yrði um villst, að þeir tækju Nuri-el-Said fram yfir Nasser og þjóðernisstefnu hans. Eins og kunnugt er, gerðust Bandaríkin þó aldrei fullkomið aðildaiTÍki að Bagdad-bandalaginu og hefur nú komið í ljós, að þau hafa ekki lagt rétt mat á óskir hins írakska leiðtoga.“ Nuri-el-Said mun engar undirtektir hafa fengið við málstað sinn í Bandaríkjunum, þau hafa til þessa aðeins hlustað á Nasser. Þannig hafa starfshættir þessara ríkja verið um skeið. Þau liafa ávallt svikið eða brugðizt þeim, sem bezt treystu þeim og vildu tengjast þeim traustustum böndum. Hvers virði er vinátta og loforð slíkra ríkja? Hins vegar hafa þau hampað svikurum og tvöfeldningum eins og þeim Tító og Nasser, sem ávallt eiga innangengt hjá Vesturveldunum, þó að þeir sitji báðir á svikráðum við þau og reki rítinginn í bak þeirra, hvenær sem tækifæri býðst. Sovétríkin haga sér þá ekki alveg svona. Þeim er hægt „að treysta" til að verja þau lönd, sem „leita ásjár“ hjá þeim. Ekki eitt einasta ríki, sem hefur verið ofurselt þeim, hefur enn sloppið út úr þjóðafangelsinu. Og allt skrafið um „hlutleysi“ og innanríkismál, sem ekki megi blanda sér í, ef til átaka dregur, er ekki annað en blekking og lítilmannleg til- raun til þess að komast hjá að sjá hlutina í réttu ljósi. k_________________________________________________________________________J 16 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.