Dagrenning - 01.08.1958, Qupperneq 10
-------------------------------------------------------------—\
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
Forleikur
síðaita þáttar
„írak er allt, Libanon ckkert.
Munið að kalda stríðið hefur hvorki verið meira né minna en stöðug tilraun
Sovét til þess að kollvarpa valdajafnvæginu í heiminum. Valdajafnvægið í heim-
inum veltur, eins og nú er ástatt, á því hver niðurstaðan verður í Mið-Austurlönd-
um, og við núverandi aðstæður veltur allt á því, hvernig fer um írak. Höfuðástæðan
fyrir því, að ekki er látið til skarar skríða í írak, er hið endalausa rugl — Hammar-
skjölds-rugl, heimsálits-rugl og margs konar annað rugl“.
Joseph Alsop.
Maigoft hefur verið á það bent í þessu riti á undanfömum ámm, að
„síðasta styrjöldin“ yrði háð við Miðjarðarhaf . Sú fullyrðing hefur eingöngu
byggzt á skilningi á spádómum Biblíunnar um „endalokin".
Nú em þessi átök að byrja þar.
Þeir atburðir, sem nú eru að gerast við Miðjarðarhafsbotn — og raun-
ar allt í kringum Miðjarðarhafið — em upphafsatburðir síðasta þáttarins,
þriðju og síðustu heimsstyrjaldaiinnar, sem háð verður á þessari jörð.
Það má vel vera, að nokkur tími líði enn, þar til sjálf úrslitaátökin
verða, en þeim verður ekki afstýrt, það munu menn sannreyna innan
fárra ára.
A síðustu mánuðum hefur liver stóratburðurinn rekið annan, og nú
síðast byltingin í írak, sem virðist ætla að verða sá atburður, sem opnar
augu Bandaríkjanna fyrir þeirri hættulegu pólitík, sem þau hafa rekið
síðasta áratuginn.
Hvorki meira né minna en þrjár stjórnarbyltingar hafa verið gerðar nú
á stuttum tíma í löndum, sem liggja að Miðjarðarhafi eða í nánd við
það. Það eru byltingin í Frakklandi, Líbanon og írak. Tvær þeirra hafa
tekizt, en einni afstýrt með utanaðkomandi hemaðaiaðstoð, þá e. bylt-
ingartilrauninni í Líbanon. Allar þessai' byltingar eru „greinar á sama tré“
ef svo mætti að orði komast. Þær eru allar afleiðing af þeirri stjómmála-
stefnu, sem fylgt heíur verið í nálægum Austurlöndum nú um skeið.
v______________________________________________________________-
8 DAGRENNING