Dagrenning - 01.08.1958, Qupperneq 23

Dagrenning - 01.08.1958, Qupperneq 23
f' Sakaría (12. kap.) — guðmæli Drottins — eins og spádómur þessi er þar kallaður, og greinilega á við „endalokin“, sem oft er talað um í Biblíunni, segir svo: „A þeim degi mun ég gjöra ættarhöfðingja Júda eins og glóðar- ker í viðarkesti og sem logandi blys í hálmdyngju.“ (N. Bibl.). Þannig hefur þetta hvort tveggja nú rætzt, að Israelsríki hefur verið stofnað í þriðja sinn, og að „ættarhöfðingjar Júda“ — þ. e. stjómendur núverandi Israelsríkis — eru eins og „logandi blys í hálmdyngju", því að svo er eld- fimt nú umhverfis ísrael, að einn smáneisti jiaðan getur hleypt öllu í al- heimsbál. Libya hefur einnig verið gerð að sérstöku ríki nú, en hún er eitt þeirra ríkja, sem á að vera í Gógsbandalaginu. Þessi atriði sýna vel, að nú em þeir spádómar að rætast, sem fjalla um endalokin, og þá alveg sérstak- lega spádómar Esekiels í 37., 38. og 39. kapítula spádómsbókar hans. 2. „Gógsbandalagið“ er nú fullmyndað, nákvæmlega á jieim slóðum, sem spádómurinn segir til um, í Rós (Rússlandi), Mesek (Moskva) og Tubal (Tobolsk), og kommúnisminn er orðinn allsráðandi í Magogslandi — (Mongóla-landi — Kína). Enn á Rússland eftir að ná Persíu undir vald sitt og yfirráð, en Jiess getur ekki orðið langt að bíða úr þessu, að svo verði, eins og bent er á hér á eftir. Heimskommúnisminn, sem er sat- anisk trúarbrögð — hefur nú undir forustu Rússa safnað flest öllum heiðn- um þjóðum jarðarinnar í eina heild, því að hinar svonefndu „hlutlausu“ Jjjóðir lenda allar með tölu undir kommúnismann að lokum, og eru raun- ar flestar Jiegar komnar Jiangað. Einn augljósasti þátturinn, sem nú er leikinn á Jiessu mikla alheims leiksviði, er Jiáttur Egiptalands, sem svo greinilega er spáð um. „Þá skal Egiptalandi standa ótti af Júdalandi. 1 hvert sinn, sem á það er minnzt við þá, munu þeir skelfast“ segir Jesaja. Hvílíkur reginsannleikur nú í dag. 3. Þriðja greinilega einkenni vorra tíma er einangrun ísraelsjjjóð- anna frá öðrum þjóðum. Eins og oft hefur verið rakið í þessu riti, eru hinar engilsaxnesku og norrænu Jjjóðir, svo og nokkrar aðrar, hin foma ísraelsjjjóð, sem hvarf sjónum manna skömmu eftir Krists daga, en bjó til Jjess tíma víðs vegar á Jjví landssvæði, sem nú er kallað Litla-Asía. Þessi þjóðahópur er „Hús-Efraims“ eins og hann er nefndur í Biblíunni, og það er einmitt þessi hluti ísraels, sem tilheyrir Kristi — hefur kristna trú og heldur uppi kristinni menningu. Samkvæmt spádómum Ritning- arinnar á þessi hluti ísraels að koma fram á sjónarsviðið við endalokin og sameinast „Húsi-Júda“ — þ. e. Júdaættkvíslinni, og úr að verða eitt bandalagsríki, sem verður sannkallað ís-ra-el“, sem Jjýðir „stjórnandi með Guði“, Jjví það friðai' heiminn og stjórnar honum í anda Krists, og með Kristi eftir að hann kemur og tekur sjálfur við stjórninni. -----------------------------------------------------------------------------> DAGRENNING 21

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.