Dagrenning - 01.08.1958, Blaðsíða 11
r
STJÓRNARBYLTINGIN í FRAKKLANDI.
í síðustu Dagrenningu var á það bent, að tæplega gæti orðið langt að
bíða þess að einhverjir meiriháttar stjórnmálaatburðir gerðust í Frakk-
landi. Biðin varð heldur ekki löng. Fáum vikum síðar — í júníbyrjun —
var Frakkland á barmi borgarastyrjaldar og að það tókst að afstýra henni
í bili var eingöngu því að þakka, að Frakklandsforseta tókst á síðustu stundu,
að beygja alla þingflokkana, nema kommúnista, til stuðnings við þá hug-
mynd að fela de Gaulle fullkomið alræðisvald í öllum málum Frakklands
um sex mánaða skeið.
Það, sem raunverulega hefur gerzt í Frakklandi er það, að stjórnarbylt-
ing hefur orðið í landinu, án þess að til blóðsúthellinga kæmi. Að slíkt
skyldi takast má fyrst og fremst þakka hinum undarlega manni, de Gaulle
hershöfðingja. Það, sem gerðist í Frakklandi, var í stuttu máli þetta:
Franska þingið hefur afnunrið sjálft sig í þeirri mynd og því formi, sem
það áður var, án þess að setja nokkuð annað í staðinn. Þingið hefur sam-
þykkt að hætta öllum störfum í sex mánuði og fela allt framkvæmdar- og
löggjafarvald þann tíma í hendur de Gaulles hershöfðingja, sem einn fer
með þetta vald, þó að liann hafi sér við hlið ráðgefandi menn og ráðlierra,
sem hann einn hefur tilnefnt, og getur látið hætta störfum þegai- honum
sjálfum sýnist. Það þing, sem sendi sjálft sig heim, kemur aldrei aftur
saman. Höfuðverkefni de Gaulles er að semja nýja stjórnarskrá, þar sem
vald þingsins verður mjög skert frá því sem var, en vald stjórnarinnar
aukið og valdsvið þings og stjórnar aðgreint mikið frá því, sem verið
hefur. Enn vita menn ekki, hvemig hin nýja stjórnarskrá Frakklands verð-
ur, en hún verður lögð undir þjóðaratkvæði í október næstkomandi og
verði hún samþykkt þá, fara fram nýjar kosningar til þingsins, eftir hinni
nýju stjórnarskrá. Ekki er ólíklegt, að forsetinn verði þjóðkjörinn með
svipuðum hætti og í Bandaríkjunum og vald hans aukið mjög frá því, sem
nú er. En um þetta og annað í frönskum stjórnmálum er allt svo á huldu,
að lítið verður í það ráðið enn, livað ofan á verður. Það eitt má þó full-
yrða, að enn eru þeir atburðir, sem straumhvörfum valda í Frakklandi —
og sennilega einnig um gjörvallan heim — aðeins á byrjunarstigi.
Margt er óneitanlega líkt með því, sem nú hefur gerzt í Frakklandi, og
því, sem gerðist í Þýzkalandi við valdatöku Hitlers 1933 og 1934. De Gaulle
og Hitler em hins vegar mjög ólíkar persónur, en á því veltur ekki allt,
heldur hinu, hvaða öfl það eru, sem standa á bak við valdatöku de Gaulles.
Þess er rétt að minnast nú, að það liðu sex ár frá valdatöku Hitlers,
og afnámi lýðræðisins í Þýzkalandi, þar til síðari heimsstyrjöldin hófst. At-
burðimir í Frakklandi eru undanfari mikilla tíðinda, um það geta menn
v_________________________________________________________________________-
DAGRENNING 9