Dagrenning - 01.08.1958, Qupperneq 6

Dagrenning - 01.08.1958, Qupperneq 6
ekki framkvæmdur af „alþýðudómstólum“ með handauppréttingu saman- hlaupins hræðslumúgs, sem heimtar „aftöku á staðnum“ af hræðslu við að verða sjálfur drepinn, eins og gert er í „álþýðulýðveldunum“, sem svo kalla sig, heldur með ýmsum „ráðum“ — í öllum merkingum þess orðs — og venjulega er „aftakan“ seigdrepandi, efnalega eða andlega, eftir því sem bezt hentar hverju sinni. Og hræðslunni fylgir margt, sem sýkir þjóðfélögin niður í dýpstu rætur þeirra: lygi, sviksemi, rógur, blekking, svikin eða vanefnd loforð, augnaþjónusta og yfirleitt allar hugsanlegar ódyggðir. Hræðsluþjóðfélögin vilja álltaf vera „hlutlaus“. Þau eru hvorki „heit né köld“ og horfa aðgerðálaus á að sannleika sé snúið í lygi og ofbeldið og ranglætið kallað réttlæti, af því að þau eru hrædd — líkust lömdum hundi. Við þau eiga vel orð Ritningarinnar um söfnuðinn í Laódikeu. Þar segir: „Af því að þú ert hálfvolgur og ert hvorki heitur né káldur, mun ég skyrpa þér út af munni mínum, — af því að þú segir: Ég er ríkur, ég er orðinn auðugur og þarfnast einskis, — og þú veizt ekki, að þú ert vesalingur og aumingi og fátækur og blindur og nakinn. Ég ræð þér, að þú kaupir af mér gull, brennt í eldi, tit þess að þú verðir auðugur, og hvít klæði, til að skýla þér með, og eigi komi í Ijós vanvirða nektar þinnar, og smyrsl að smyrja með augu þín, til þess að þú verðir sjá- andi.“ (Op. 3. 16.—19.) ★ Og hvernig er þjónustan við sannleikann? Það eru blöðin — og nú síðustu áratugina einnig útvarpið —, sem hefir verið fálið að hafa það mikilvæga hlutverk á hendi, að segja fólkinu sannleikann. Á mínum yngri árum trúði ég því, að allir „góðir“ menn leituðu sannleikans vegna sannleikans sjálfs. Þá gerðu margir æskumenn þessar Ijóðlínur úr kvæði Þorsteins Erlingssonar eð einkunnarorðum sínum og í þeirra hópi var ég: Ég trúi því sannleiki að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni, og þér vinn ég, konungur, það sem ég vinn, og því stíg ég hiklaust og vonglaður inn, í frelsandi framtíðar nafni. Og „framtíðin“ það voru framfarimar. Þær voru mér lengi sá „hjá- guð“, sem ég tignaði mest. Fátæktin og eymdin frá liðnum öldum í sögu 4 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.