Dagrenning - 01.08.1958, Side 37
ekki vísað á neitt land, því að annað
fólk bjó nú á þeirra landsvæðum, en
hins vegar var land Júda og Benja-
míns enn að mestu í eyði, og því til-
tækt þeim, sem heim snéru. Þeir gátu
snúið aftur heim „hver til sinnar borg-
ar“, eins og það er orðað. Það gátu
aftur á móti ekki þeir, sem herleiddir
voru úr Norðurríkinu. Þeirra „borgir“
voru nú byggðar útlendum þjóðflokk-
um, sem fluttir höfðu verið inn í land
þeirra.
Að því leyti stendur einnig mjög ólíkt
á um þá, sem herleiddir höfðu verið,
að sumir þeirra, sem herleiddir voru
sem börn eða unglingar úr Júdaríki,
eru enn á lífi (sbr. t. d. Daníelsbók),
og þeir, úr Júdaríki, sem heim geta snú-
ið, eru börn eða barnabörn hins her-
leidda fólks. En þeir, sem herleiddir
höfðu verið úr Ísraelsríki, eru nú fyrir
löngu allir dánir og það er fjórði eða
fimmti ættliður frá þeim, sem herleidd-
ir voru, sem boðið var að flytja heim
með bréfi Kýrusar Persakonungs.
Hversu margir afkomendur Vestur-
Islendinga, sem flutt hefðu til Banda-
ríkjanna eða Kanada fyrir svo sem 100
árum, halda menn að snéru nú aftur
heim, þó að Eisenhower og Diefenbaker
„gæfu þeim heimfararleyfi“ og jafnvel
byðust til að taka einhvern þátt í kostn-
aðinum við flutninginn? Ég efast um
að það yrði nokkur.
Biblían segir þannig ekki annað en
að það hafi aðeins verið fólk af ætt-
kvíslum „Júda og Benjamíns", sem
heim snéru, og því eru allar ályktanir
aðrar þar um bein rangtúlkun á Heil-
agri ritningu. Ef allur þorri hinna tíu
ættkvísla hefði einnig snúið heim,
mundi vafalaust frá því sagt, þar sem
þeir, sem heim snéru, eru að minnsta
kosti tvisvar taldir upp með nöfnum og
eftir ættum.
FRÁSÖGN JÓSEFUSAR.
En auk þessarar skýlausu yfirlýsing-
ar Biblíunnar, eru til sögulegar heim-
ildir, sem taka hér af öll tvímæli.
Fremsta ber þar að nefna „Sögu Gyð-
inga“ eftir Jósefus Flavius, aðalsagna-
ritara Gyðinga, sem uppi var á fyrstu
öld e. Kr. Hann segir svo í sögu sinni:
„Tíu ættkvíslirnar (úr Ísraelsríki)
hurfu ekki aftur til Palestinu, aðeins
tvær ættkvíslirnar þjónuðu undir Róm-
verja, eftir að Palestína varð rómverskt
skattland.“
Hann segir enn fremur á öðrum stað
í sögu sinni:
„Eftir að Esdras (þ. e. Esra) hafði
fengið þetta bréf (konungsbréfið um
heimfararleyfið), varð hann ákaflega
glaður og þakkaði Guði, sem hneigt
hafði hjarta konungs til þessarar mildi.
Stefndi hann síðan saman Gyðingum,
er bjuggu í Babylon, og las þeim bréf
konungs, sendi hann og afskrift þess
til Gyðinga (Júða), er bjuggu víðs veg-
ar í Medíu, og fögnuðu þeir allir bæði
guðsótta konungs og mildi hans, og
þeirri hylli, sem hann auðsýndi Esdras,
og komu margir þeirra með allt, sem
þeir áttu til Babylonar, til þess að fara
með Esdrasi til Jerúsalem, en allir
Israelsmenn urðu eftir í landinu. Af
þessari ástæðu eru aðeins tvær ætt-
kvíslir í Evrópu og Asíu undir Róm-
verja gefnar, en tíu ættkvíslirnar eru
enn handan við Eufrat og hefir fjölgað
þar svo, að ekki verður tölu á komið.“
(Gyðingasaga Jósefusar Flaviusar, XI.
bók, 5. kap. Danska útgáfan.)
Með þessu — sem algjörlega ber sam-
DAGRENNING 35