Dagrenning - 01.08.1958, Blaðsíða 34
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
Eru Gyðin^ar „Júcía og ísraelw?
Svar til „Kristileés vilaiblaðs“
„Og enn birtist GuS Jakob, er hann
var á heimleið frá Mesópótamíu og
blessaði hann. Og Guð sagði við hann:
Nafn þitt er Jakob, eigi skalt þú héð-
an af Jakob heita, heldur skal nafn
þitt vera ísrael. Og hann nefndi hann
ísrael. Og Guð sagði við hann: Ég er
almáttugur Guð; ver þú frjósamur og
auk kyn þitt; þjóð, já, fjöldi þjóða
skal frá þér koma og konungar skulu
út ganga af lendum þínum. Og landið,
sem ég gaf Abraham og ísak, mun ég
gefa þér, og niðjum þínum eftir þig
mun ég gefa landið." (1. Mós. 35, 9
—12).
★
Ég gat um það í formála síðasta
heftis Dagrenningar, að ég mundi í
þessu hefti minnast á grein eina, sem
birtist á síðastliðnu hausti í „Kristi-
legu vikublaði“ og nefndist „Sannleik-
urinn um Júda og ísrael“, vegna þeirra
furðulegu fullyrðinga, sem þar eru
bornar fram og reynt er með ýmsum
blekkingum að „rökstyðja" með tilvitn-
unum í Biblíuna. Ekki er höfundar get-
ið, en greinin er undirrituð stöfunum
S. T. og hefi ég ekki grennslazt eftir
því, hver höfundurinn er. En hver sem
höfundurinn er, ber greinin þess merki,
að hún er á hinni „zionistisku" línu,
sem telur það vera meginhlutverk sitt
að sanna að Gyðingar nútímans séu
32' DAGRENNING
hinn eini, sanni ísrael, og að á þá beri
að líta sem arftaka hinna miklu fyrir-
heita ísrael til handa, sem felast í Gamla
testamentinu sérstaklega.
Þessi grein S. T. er sennilega að
mestu leyti þýdd úr einhverju zionista-
málgagni, því að hún er álíka ruglings-
leg og annað, sem um þetta mál birtist
frá þeirra hendi, enda er tilgangurinn
með þessum skrifum ekki sá, að skýra
málið, heldur að flækja það og rugla,
svo að allir gefizt upp við að finna hina
réttu lausn.
Ekki verður öllum firrum þessarar
greinar svarað hér, heldur reynt að
taka þau atriðin, sem mestu máli skipta
í þessu sambandi, til athugunar.
FRÁLEIT STAÐHÆFING.
Því er haldið fram hvað eftir annað
í grein þessari, að aðgreining Júda-húss
og Efraim-húss hafi verið svo algjör,
að varla fyndist ein einasta sál af öðr-
um hvorum í ríki hins eftir skipting-
una. Þessi fullyrðing er svo fráleit, að
furðulegt er að nokkur maður, sem
telur sig hafa kynnt sér þessi mál nokk-
uð, skuli bera hana fram.
Aðgreiningin milli Júdaríkis og
Ísrelríkis varð þannig við dauða Salo-
mons konungs, samkvæmt frásögn
Biblíunnar og sögu Gyðinga, að til