Dagrenning - 01.08.1958, Side 24
r'
Það er mjög athyglisvert, að í þeim átökum, sem nú eru að hefjast
milli Austurs og Vesturs eru það Engilsaxar, einir allra vestrænna þjóða,
sem koma við sögu svo nokkru nemi. Frakkar og Þjóðverjar, sem til þessa
hafa hvað mest komið við sögu og enn eru stórveldi, víkja nú til hliðar, en
Bretar og Bandaríkjamenn einir láta málin við Miðjarðarhaf til sín taka.
En einmitt þannig segja spádómarnir fyrir að þetta verði. „fsraelsmenn“
— þ. e. engilsaxneskar og norrænar þjóðir — einangrast að mestu frá
öðrum þjóðum, en við það hreinsast þær og skírast í deiglu liörmunga
og styrjalda. Hlutverk Gógsbandalagsins — járntjaldsríkjanna — er að
öðrum þræði það, að sameina ísraelsþjóðina, sem alla tíð hefur haft ákaf-
lega mikla tilhneigingu til að liggja í innbyrðis deilum, og er ættkvísl
Benjamíns — íslendingar og Norðmenn — frægust þeirra allra fyrir það.
Milli Breta og Bandaríkjanna (þ. e. Efraims og Manasse ættkvísla) hefur
samkomulagið verið með eindæmum stirt að undanförnu. Nú virðist svo
sem átökin við Miðjarðarliafið ætli að sameina þá aftur, a. m. k. í bili, og
líklega gefst þeim ekki aftur tækifæri til misklíðar, — Rússar munu sjá
um það.
Þessi þrjú atriði tala skýru máli til vorra tíma um að gefa gaum að
þeim atburðum, sem eru að gerast. Menn ættu að minnast oftar en gert
er viðræðu Jesú og Faríseanna og Saddukeanna, sem frá er sagt í Matteus-
arguðspjalli á þessa leið: „Faríseamir og Saddukeamir komu til Hans og
freistuðu Hans og báðu Hann að sýna sér tákn af himni. En Hann svaraði
og sagði við þá: Að kvöldi segið þér: Góðviðri, því himininn er rauður.
Og að morgni: Illviðri í dag, því að himinninn er rauður og dimmur.
Um himinsins útlit kunnið þér að dæma, en um tákn tímanna getið þér
ekki dæmt.“ En það eru einmitt þessi „tákn tímanna“, sem Kristur vill
að vér veitum athygli, til þess að vér séum reiðubúnir að skipa oss undir
merki Hans, þegar kallið kemur. Hann hefur sagt, að eitt þeirra tákna,
sem vér skulum gefa gætur að, sé þetta: „Þá mun verða svo mikil þreng-
ing, að engin hefur þvílík verið frá uppliafi heims allt til þessa, né held-
ur mun verða.“ Nú segir æðsti framkvæmdastjóri Gógsbandalagsins: „Að
áliti Sovétstjórnarinnar er ófriðarhættan í heiminum nú svo mikil, að
engin töf megi á því verða að ná samkomulagi og gera skjótar ráðstafanir
til þess að koma í veg fyrir að heimsstyrjöld brjótist út,“ (23. júlí 1958),
því að sú heimsstyrjöld getur, að hans dómi, þýtt: tortímingu alls mann-
kynsins á jörðinni.
Það, sem vænta má að gerist á næstu mánuðum, er að Frakkland og
Indland hneigist verulega til fylgis við Sovétríkin og að „hlutleysisblokk“
smáríkjanna, undir forustu Svíþjóðar og Júgóslavíu, hallist einnig meira
og meira til fylgis við þau, m. a. af hræðslu við heimsstyrjöld. „Samein-
v____________________________________________________________________________>
22 DAGRENNING