Dagrenning - 01.08.1958, Qupperneq 39
endurreisn ísraels, sem á augsýnilega
að ná til bæði Júda og Efraims. Málið
er þá orðið mjög einfalt: Hinar tíu ætt-
kvíslir eru vissvlega enn þá til. Ekki
þarf annað en að uppgötva, hvaða þjóð-
ir eru fulltrúar þeirra eða geyma þær.“
í alfræðiorðabók Gyðinga, „Jewish
Encyclopædia“, stendur þetta:
„Ef ættkvíslirnar tíu eru alveg horfn-
ar, þá er ómögulegt að spádómarnir
rætist bókstaflega, en ef þær eru ekki
horfnar, er auðsætt, að þær hljóta að
vera til undir öðru nafni.“ (XII. b.,
bls. 249.)
★
Öll tvímæli eru þó tekin af í þessu
sambandi með eftirfarandi spurning-
um og svörum við þeim, sem birtust í
ameríska tímaritinu Periscope, apríl-
heftinu 1948. Þar segir á þessa leið:
„Hinn 15. nóv. 1918 skrifaði séra
Merton Smith í London bréf til æðsta-
prests Gyðinga í London, dr. J. H.
Hertz, og lagði fyrir hann eftirfarandi
spurningar:
1. Er fólk það, sem nú á dögum geng-
ur undir nafninu Gyðingar (Jews)
víðs vegar um heim, afkomendur
Júda- og Leví-ættkvísla eða er vit-
að að það sé blandað öðrum ætt-
kvíslum Israels?
2. Ef svo er, í hvaða hlutföllum er
þá sú blöndun og hverjar heimildir
eru fyrir því að svo sé?
8. Ef svo er ekki, hvað varð þá af
hinum ættkvíslunum og hvar ættu
þær, að yðar hyggju, að vera niður-
komnar ?
4. Ef þetta er ekki vitað, hvar voru
þær, þegar Júda vissi síðast til
þeirra? Vænta rétttrúaðir Gyðing-
ar þess enn, að hinar tólf ættkvísl-
ir sameinist aftur einhvern tíma í
framtíðinni?"
Hinn 18. nóv. 1918 kom eftirfarandi
svar við spurningunum frá skrifstofu
æðsta prestsins:
„Sem svar við bréfi yðar 15. þ. m.
hefir æðsti presturinn beðið mig að
taka fram eftirfarandi:
1. Fólk það, sem nú á dögum gengur
undir nafninu Gyðingar (Jews),
eru afkomendur Júda og Benja-
míns ásamt broti af Levíættkvísl.
2. Að því er bezt verður vitað, er ekki
um neina blöndun frá hinum ætt-
kvíslunum að ræða.
3. Hinar tíu ættkvíslirnar hafa horf-
ið meðal þjóða heimsins (sjá IL
Kon. 17., sérstaklega 22. og 23.
vers).
4. Vér væntum sameiningar allra
ættkvíslanna einhvern tíma í fram-
tíðinni. (Sjá Jesaja 27., 12.—13.,
og Esekiel 37., 15.—18. vers).“
★
Þetta, sem nú hefir verið rakið, ætti
að nægja öllum meðalgreindum mönn-
um til fulls skilnings á því, að allur
þorri hinna tíu ættkvísla ísraels, sem
herleiddar voru á dögum Hósea konungs
til Assyríu, hefir aldrei aftur til Pale-
stínu komið og hlýtur því að vera til
einhvers staðar. Og þá er aðeins um
tvennt að ræða: Annaðhvort hefir þessi
hluti Israelsþjóðarinnar — og það var
mikill meiri hluti hennar — týnzt í
þjóðahafið og er horfinn algerlega, eða
hann er enn til sem þjóð eða þjóðir,
en gengur þá undir öðrum nöfnum, og
þær þjóðir þekkja ekki (a. m. k. ekki
enn) hinn rétta uppruna sinn.
DAGRENNING 37