Dagrenning - 01.08.1958, Blaðsíða 28
(eða villuvísindi) eru, þegar ysta hjúpn-
um er af þeim flett, andstæð bæði sannri
trú og Guðs orði, og það kemur í ljós
fyrr eða síðar, svo að fullsannað verð-
ur, þó að menn um stund trúi lyginni.
Vísindum nútímans hefir óspart ver-
ið beitt til þess að afsanna þá kenn-
ingu Biblíunnar, að Jesús frá Nazaret
hafi verið getinn af Guði sjálfum með
yfirnáttúrlegum hætti, eins og frá er
sagt í guðspjöllunum. Kennarar og
prestar hliðra sér við að kenna börnum
það lengur, því að heimskuvísindin telja
sig hafa sannað hið gagnstæða: að eng-
in mannleg vera geti orðið til án
venjulegs getnaðar.
Með þessu hefir einni sterkustu stoð-
inni verið kippt undan guðdómi Krists,
því að hafi hann verið venjulegur mað-
ur, er dauði hans í engu merkilegri en
dauði svo margra annarra, sem teknir
hafa verið af lífi fyrr og síðar vegna
hræðslu yfirvaldanna við kenningar
þeirra. En dauði Jesú og upprisa er
„gleðiboðskapur kristninnar", ef svo
mætti segja, því að með því sannaði
Jesú lærisveinum sínum sigur sinn yfir
dauðanum, og það, að „hver, sem á
hann trúir, glatast ekki, heldur hefir
eilíft líf“.
Ég hefi alla tíð átt erfitt með að
sætta mig við þá furðulegu skoðun hjá
þeim mönnum og þeim „vísindum“,
sem enga hugmynd hafa um það,
hvernig lífið upphaflega varð til á
hnetti vorum, því að allt, sem þar um
er sagt, eru getgátur einar, — að sá
Guð, sem stýrir stjarna her og stjórnar
veröldinni, — sá Guð, sem allt hefir
skapað og öllu stjórnar með svo mikilli
nákvæmni, að aldrei skeikar neinu,
skuli ekki álitinn þess umkominn, að
geta eitt barn í þennan heim, þó að
getnaður þess þyrfti að fara fram með
öðrum hætti en almennt gerist, eða hið
ófullkomna mannlega hyggjuvit geti
skilið.
En menn segja þá sem svo: Jæja,
hvaða máli skiptir það samt sem áður?
Enginn efar þó að Jesús hafi verið son-
ur Maríu, fæddur af henni með eðli-
legum hætti, og þá hefir hann verið
„mannlegur“ a. m. k. að því er til henn-
ar tekur. Þetta segir Biblían líka ber-
um orðum, svo að menn geta sparað
sér allar deilur um hina hliðina.
Þessu verður heldur ekki neitað, og
með þessari staðreynd hafa menn tal-
ið sig fullsanna þá skoðun, að Jesús
hafi verið maður en ekki Guð.
Fyrir nokkru rakst ég á grein í ame-
ríska tímaritinu „Kingdom Digest“,
sem fjallar um þetta efni. Greinin er
eftir prest að nafni John Ewing og
heitir „Var Jesús Kristur Gyðingur?"
Þetta mál er þar tekið til meðferðar
með þeim hætti, sem fátítt hefir verið
til þessa, en þ. e. að afsanna með að-
ferðum vísindanna sjálfra, að líf Krists
sé frá móður hans komið, heldur hljóti
það að vera frá föðurnum, hver sem
hann hefir verið.
Mér þótti rétt að láta þýða þessa
grein til birtingar í „Dagrenningu“,
þar sem ég hefi hvergi séð með þetta
efni farið jafn vel og í þessari grein.
Grein séra J. Ewing’s fer nú hér á
eftir.
★
„Margir prestar nú á tímum flytja
þá kenningu úr prédikunarstólnum, að
Jesús Kristur hafi ekki verið guðlegrar
ættar. Þeir afneita meyfæðingunni,
halda því fram að hann hafi verið son-
ur Jósefs og þess vegna ekki „guðs-
26 DAGRENNING