Dagrenning - 01.08.1958, Side 35

Dagrenning - 01.08.1958, Side 35
Júdaríkis töldust Júdaættkvísl öll og allt hennar landsvæði, svo og mestur hluti Benjamínsættkvíslar og hennar landsvæðis, en í landi Benjamíns var Jerúsalem, og enn fremur einangraðist Símonarættkvísl að baki Júdaættkvísl- ar, þó að sú ættkvísl öll teldist til ísra- elsríkis, og bendir flest til að sú ætt- kvísl hafi mest öll flúið land eftir skipt- inguna. Þá er það og berum orðum tek- ið fram, að í „borgum Júda“ hafi búið einstaka menn af öðrum ættkvíslum, því að þar segir: „En yfir þeim ísraels- mönnum, sem bjuggu í borgum Júda, var Rehabeam konungur." (I. Kon. 12. 17). Þá er það og berum orðum sagt í Biblíunni, að fjöldi presta, sem voru af ættkvísl Leví, og voru dreifðir til prestsþjónustu um allt Israels og Júdaríki, hvarf til Jerúsalem, er Jeró- bóam gerði þá landræka og með þeim „þeir af öllum ættkvíslum ísraels, er lögðu hug á að leita Drottins, Guðs ísraels“ (II. Kron. 11. 16). Má af þessu sjá, að í Júdaríki voru þegar frá upphafi menn af öllum ætt- kvíslum Israels, þó að yfirgnæfandi meirihluti íbúanna þar væru auðvitað af Júda og Benjamíns ættkvíslum. En þessi staðreynd, að fáeinir ein- staklingar af öllum ættkvíslum ísraels bjuggu í Júdaríki, breytir því ekki, að meginþorri allra hinna tíu ættkvíslanna hjó í Ísraelsríki og laut ekki konungi Júdaríkis í Jerúsalem. Hér á íslandi búa allmargir Færeyingar, Norðmenn og Danir og eru Skandínavar, eins og við, en engum dettur í hug að halda því fram, að hér á landi búi yfirleitt Færeyingar, Norðmenn og Danir, held- ur Islendingar, sem og rétt er. Það er því algjörlega tilbúin ástæða hjá greinarhöfundi, sem hann er að leit- ast við að hrekja. Hitt er alveg óhrekj- andi staðreynd, að hinar tíu ættkvíslir, sem kallaðar voru ýmist Norðurríkið, Israelsríki eða Efraim, sameinuðust aldrei aftur Júdaríki, en íbúar ísraels- ríkis voru herleiddir til Assyríuríkis. Sú herleiðingin átti sér stað á árunum 730—715 f. Kr. Vafalaust hefir eitthvað orðið eftir af íbúum Norðurríkisins, þegar herleiðingin átti sér stað. Fólk, sem ekki var ferðafært, svo sem gamal- menni og börn, hefir verið skilið eftir, ef það hefir þá ekki verið drepið, og því er sennilegt að í Samaríu hafi fyrst í stað verið lítið brot af Israelsmönn- um, en það brot hefir fljótleg horfið í hina heiðnu þjóðflokka, sem Assyríu- konungur lét flytja til landsins, eins og frá er sagt í Konungabókunum í Biblí- unni (2. Kon. 17. 24). En um það verður aldrei deilt, að allur þorri þjóð- arinnar var fluttur norður til As- syríu og fenginn þar bústaður „í borg- um Meda“ og víðar á svæðinu sunnan Svartahafs og Kaspíahafs. Það var þetta fólk, sem herleitt var, en ekki hitt, sem eftir var, sem var hinn eigin- legi ísrael — hinar tíu ættkvíslir —, og innan þeirra hefir enn fremur mátt finna einstaklinga og fjölskyldur bæði af Benjamínsættkvísl og Júdaættkvísl, þó að allur þorri þeirra ættkvísla dveldi enn í Palestínu. Hver varð saga þessa fólks? Það er spurningin, sem verið er að leitast við að svara. Kom það eða afkomendur þess aftur til Palestínu? Týndist það í þjóðahafið þarna aust- ur frá eða lagði það leið sína til ann- arra landa? Höfundur greinarinnar í „Kristilegu vikublaði" virðist halda að a. m. k. eitt- DAGRENNING 33

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.