Dagrenning - 01.08.1958, Page 36
hvað af þessu fólki — eða afkomend-
um þess — hafi snúið aftur heim til
Palestínu, en hann gerir sér enga grein
fyrir því, hve mikill hluti það var, né
hvað orðið hefir af þeim, sem aldrei
fóru aftur þangað. Það fólk, sem aldrei
snéri aftur, er ekki síður ísrael en hitt,
sem aftur snéri heim, ef það er enn til,
hvaða nöfn sem það ber í dag.
HERLEIÐING JÚDA
OG BENJAMÍNS.
Júdaríki stóð í rúm 130 ár eftir að
Ísraelsríki leið undir lok. En þá kom
Nebukadnesar Babyloníukonungur til
Jerúsalem, vann borgina og herleiddi
íbúa landsins —, sem aðallega voru af
Júda- og Benjamínsættkvíslum —, til
Babylonar. í Biblíunni er sagt frá því,
hvernig þeirri herleiðingu var hagað.
Fyrst var að sjálfsögðu herleidd öll
yfirstétt þjóðarinnar, síðan iðnaðar-
menn, handverksmenn og hermenn, en
síðast var „allur almúginn" herleiddur,
nema nokkrir „víngarðsmenn og akur-
karlar", sem skildir voru eftir. Borgin
var svo brennd til ösku, steinbygging-
ar og borgarmúrar rifið niður og allt
flutt í burtu, sem hægt var að komast
með, og landið var í eyði í sjötíu ár.
Um það skal ekkert fullyrt hér, hvort
íbúar Júdaríkis voru herleiddir til
sömu staða í ríki Babyloníukonungs —
þ. e. norður til Assyríu, í „borgir
Meda“, — eins og íbúar Israelsríkis, en
í það lætur höf. skína, að vel gæti hafa
verið. Það skiptir heldur ekki máli hér.
Hitt er aðalatriðið, hverjir það voru,
sem fóru heim aftur til Palestínu, þeg-
ar Kyrus gaf heimfararleyfið, sjötíu
árum eftir herleiðinguna.
HVERJIR SNÉRU HEIM AFTUR?
Frásögnin um heimförina er í Esra-
bók og Nehemia. í upphafi Esrabókar
segir svo:
„Og þessir eru þeir úr skattlandinu
(þ. e. Palestínu), er heim fóru úr her-
leiðingar-útlegðinni, þeir er Nebukad-
nesar Babelkonungur hafði herleitt til
Babel og nú snéru aftur til Jerúsalem
og Júda, hver til sinnar borgar.“ (Esr.
2. 1).
Þessu sleppir höf. greinarinnar í Kr.
vikubl. alveg. Hér er það berum orðum
sagt, að það voru þeir, sem Nebúkad-
nesar herleiddi, er heim snéru. Leyfið
til heimferðar virðist þó hafa náð til
allra ísraelsmanna. Síðar í Esrabók
kemur svo upptalning á þeim, sem heim
snéru, en þar eru hvergi nefndar nein-
ar af ættkvíslum Israels, aðrar en Júda
og Benjamíns. I 7. kapítula Esrabókar,
þar sem sagt er frá heimför Esra, er
merkileg frásögn. Þar segir frá því að
Esra safnar öllum þeim, er með honum
ætluðu til Jerúsalem, saman við „fljót-
ið, sem rennur í Ahava,“ og síðan segir:
„En er ég hugði að fólkinu og prest-
unum, þá fann ég þar engan af niðjum
Leví.“ M. ö. o.: enginn maður af Levís-
ættkvísl var í hópnum. Esra er hins
vegar kunnugt um, hvar Levítarnir
halda sig, og hann gerir út sendinefnd
þangað, og hún kemur aftur með átján
menn af þessari ættkvísl.
Þetta dæmi sýnir greinilega, hvernig
ættkvíslirnar hafa þá enn haldið sam-
an innbyrðis, en búið aðgreindar og
vitað þó vel hver um aðra.
í þessu sambandi ber einnig að at-
huga það, að mjög stóð ólíkt á um land
hinna tíu ættkvísla, sem nú höfðu búið
í 200 ár í útlegð í Assyríu. Þeim var
34 DAGRENNING